Leita í fréttum mbl.is

Hagstofustjóri undir hæl landlæknis

Júní mánuður er hálfnaður og enn bólar ekki á tölum á heimasíðu Hagstofu Íslands um fjölda látinna á árinu 2023 og fyrsta fjórðungi þessa árs. Tölur um fæðingar hafa fylgt dánartölum á liðnum árum. Klippan sýnir birtingardaga talnanna á vef Hagstofunnar á síðustu árum. Eftir að samstarfssamningur um „framleiðslu hagtalna“ var gerður á milli Hagstofu Íslands og Embætti landlæknis í mars 2023 virðist tafa á upplýsingagjöf fara að gæta.

Súluritið sýnir íslensk umframdauðsföll á vef Evrópsku hagstofunnar (Eurostat). Hlutfall umframdauðsfalla á Íslandi hefur um missera skeið verið meðal þeirra hæstu í Evrópu. Hátt hlutfall umframdauðsfalla samanborið við nágrannaþjóðirnar er vitnisburður um slakan sóttvarnarárangur Embættis landlæknis.

Ein birtingarmynd skaða af völdum mRNA bóluefnanna er að fæðingum hefur fækkað á liðnum misserum bæði hér á landi og erlendis. Fæðingum á Landspítalanum hefur fækkað um 4,7% á fyrstu fimm mánuðum ársins.

Miður er að sjá Hagstofu Íslands, sem landsmenn verða að geta treyst fyrir réttum og tímabærum tölum bæði á góðum tímum og slæmum, lenda undir hæl landlæknis um birtingu talna um dauðsföll og fæðingar.Isl umfrd Euros 2024 4Hagstofa 21 til 24 frettir talnaefni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband