20.6.2024 | 07:20
Japanir telja prófanir nauðsynlegar áður en blóðafurð mRNA bólusettra er gefin blóðþega
Vísindamenn frá sjö japönskum stofnunum á heilbrigðissviði hafa birt ritgerð um hættur tengda blóðgjöf mRNA bólusettra einstaklinga. Telja þeir ástæðu til varfærni og leggja þeir til nokkrar athuganir á blóðinu áður en það er gefið blóðþega.
Ritgerðinni er ætlað að vekja athygli heilbrigðisstarfsmanna á eitrunaráhrifum gaddapróteinsins í blóði long-covid sjúklinga og/eða einstaklinga sem þegið hafa covid mRNA efnin. Umfjöllunin beinist eingöngu að hættunni af blóðgjöf mRNA bólusettra þar sem þeir hafi með bólusetningu undirgengist meðferð á erfðaefni fremur en þegið bóluefni með hefðbundinni virkni.
Í klippu rekja vísindamennirnir prófin sem þeir telja að framkvæma þurfi áður en blóð mRNA bólusettra eða sjúklinga með long-covid er gefið blóðþega. Samkvæmt upplýsingum á blóðgjafasíðu Blóðbankans dags. 12.4.21 er eftirfarandi að finna um blóðgjöf covid bólusettra: Þar sem Pfizer/BioNTech eða AstraZeneca COVID-19 bóluefni eru ný, þá er mælt með 7 daga fresti sem varúðarsjónarmið bæði fyrir blóðgjafa og blóðþega.