Leita í fréttum mbl.is

Niðurlæging Hagstofu Íslands

Hvernig forsætisráðherra lætur Embætti landlæknis komast upp með að hindra Hagstofu Íslands við að gegna lögbundnu hlutverki sínu ber vott um metnaðarleysi en Hagstofan heyrir undir forsætisráðuneytið. Eins og neðangreind klippa af fréttavef Hagstofunnar undir efnisflokknum Mannfjöldi það sem af er ári 2024 ber með sér hafa tölur um fæðingar og fjölda látinna á árinu 2023 ekki enn verið birtar. Sjá má að í maí í fyrra hafði Hagstofan upplýst í 5 fréttatilkynningum (gul yfirstrikun) um fæðingar og látna fyrra árs og tölur fyrsta ársfjórðungs 2023. Landlæknir virðist hafa náð yfirtökunum með samstarfssamningi aðila í mars 2023 um „framleiðslu hagtalna“. Því miður á málshátturinn „engar fréttir eru góðar fréttir“ ekki við um þögn Hagstofunnar.

Í lögum um Hagstofu Íslands segir í fyrstu grein; að Hagstofan sé  sjálfstæð stofnun sem heyrir undir forsætisráðherra og vinnur að opinberri hagskýrslugerð samkvæmt lögum þessum. Hún er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og hefur forustu um tilhögun, samræmingu og framkvæmd hennar svo og um samskipti við alþjóðastofnanir um hagskýrslu- og tölfræðimál.Hagstofa 23 og 24

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband