27.6.2024 | 12:25
H5N1 bóluefnið varasamara en mRNA covid efnið
Niðurstöður klínískra rannsókna á bóluefninu gegn fuglaflensu H5N1 leiða í ljós að þeir bólusettu eru fimm sinnum líklegri að deyja en þeir sem fengu lyfleysuna. Bóluefnið er gefið í 2 sprautum með þriggja vikna millibili.
Finnar hafa riðið á vaðið með kaup á efninu. Finnar eru rúmlega 5,6 milljónir og ef 5% þeirra eða 280.000 sem starfa í nánd við skepnur í landbúnaði þiggja bóluefnið benda niðurstöður klínískra rannsókna til að 1.400 Finnar eða 1/200 láti lífið fyrir tilverknað bóluefnisins. Líkurnar á að látast af völdum H5N1 efnisins eru því töluvert hærri en af völdum covid mRNA efnanna.