Leita í fréttum mbl.is

Hvað skýrir 10,5% fjölgun bótaþega að afstöðnum faraldri?

Súluritið sýnir þróun fjölda einstaklinga á endurhæfingarlífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 2019. Greiðslunum er ætlað að tryggja einstaklingi, sem getur ekki sinnt störfum á vinnumarkaði vegna slyss eða sjúkdóms, framfærslu meðan á endurhæfingu stendur. Til þess að eiga rétt á á endurhæfingarlífeyri þarf einstaklingurinn að vera í virkri starfsendurhæfingu og þar að auki að hafa tæmt veikindarétt hjá vinnuveitanda og fullnýtt bótarétt úr sjúkrasjóði stéttarfélags.

Covid-19 gekk nærri starfsþreki fjölda einstaklinga á fyrstu misserum flensunnar. Að ekki dragi úr fjölda þeirra sem eiga við veikindi að stríða þegar komið er fram á árið 2023 vekur spurningar. Hvernig má það vera að bótaþegum endurhæfingarlífeyris hjá TR fjölgi um 10,5% á milli áranna 2022 og 2023? Rétt er í þessu samhengi að minna á að hið tiltölulega meinlausa ómíkrón afbrigði Covid-19 tók yfir í ársbyrjun 2022 og næstum allir áttu að vera komnir með ónæmi, náttúrulegt eða ónæmi í framhaldi bólusetningar gegn sjúkdómnum. Þessi þróun er uggvænleg og kallar á skýringar.

Að benda á þrengdar úthlutunarreglur sjúkrasjóða stéttarfélaga vegna yfirvofandi sjóðþurrðar nægir ekki í þessu samhengi. Ljóst er að eitthvað mikið er að sem skekur fjárhagslegar undirstöður fjölmargra sjúkrasjóða verkalýðsfélaganna samfara mikilli fjölgun bótaþega TR.

Tímabært er, og þó fyrr hefði verið, að ráðherra heilbrigðismála dragi höfuðið upp úr sandinum og eigi hreinskilið samtal við stjórnendur embættis landlæknis þar sem skaðinn á heilsu landsmanna af völdum mRNA covid bóluefnanna verði viðurkenndur og viðbrögð yfirvalda byggi á þeirri staðreynd. Von ráðherrans og hans helstu trúnaðarmanna í stjórnsýslu heilbrigðismála um að skaðinn af völdum mRNA efnanna myndi fljótlega hverfa og gleymast er ekki að gerast. Ráðherranum til ævarandi minnkunar er að taka strútinn á umsóknir þeirra fjölmörgu bóluefnaskaðaðra sem reynt hafa að sækja bætur samkvæmt nýlegri lagasetningu.Fjöldi einstaklinga á endurhæfingarlífeyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband