Leita í fréttum mbl.is

Atlaga ESB að málfrelsinu

Hafi notendur X velkst í vafa um mikilvægi kaupa Elon Musk á Twitter fyrir óhefta og upplýsta umræðu um málefni og fréttir líðandi stundar er sá vafi ekki lengur fyrir hendi. Hvernig meginstraumsmiðlar, eins og CNN sem dæmi, færðu almenningi villandi og á stundum rangar fréttir af banatilræði við fyrrverandi forseta Bandaríkjanna staðfesti þýðingu X sem milliliðalauss miðils óritskoðaðra og ómatreiddra frétta. Sjaldan hefur almenningur séð svart á hvítu hversu langt hefðbundnu fréttamiðlarnir hefur hrakið af leið. Að fylgjast með hvernig stóru innlendu miðlarnir létu matreiðast af villandi fréttum erlendu miðlanna var dapurt að verða vitni að.

Því er þetta skrifað að frásagnir X af banatilræðinu staðfesta mikilvægi miðilsins á fleiri sviðum en að færa almenningi fréttir af atburðum líðandi stundar. Þannig má ganga að því vísu að ef Twitter hefði ekki skipt um eigendur væri almenningur að mestu grunlaus um skaðsemi Covid mRNA bóluefnanna utan þess sem hann hefði orðið var við á eigin heilsu eða í nánasta umhverfi fjölskyldu, vina og samstarfsmanna. Fréttir af átökum stríðandi fylkinga væri einsleitur og þannig má áfram telja. Þar sem Elon Musk fer ekki að óskum stjórnenda Evrópusambandsins um ritskoðun á miðlinum, líkt og eigandi Facebook virðist hafa samþykkt að gera, höfðaði sambandið mál á hendur X í síðustu viku með það að markmiði að gera rekstur fyrirtækisins sem erfiðastan eða jafnvel útlægan í Evrópu. Vonandi tekst eigandanum að hrinda atlögu stjórnenda ESB að málfrelsinu.CNN um EU gegn X


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband