Leita í fréttum mbl.is

Að gefast upp er ekki til í orðabók Þórdísar

Þórdís B. Sigurþórsdóttir, sem er einn af stofnendum Heilsuvonar sem eru hagsmunasamtök fólks með C-19 sprautuskaða, hefur endurnýjað ósk um að fá afrit af öllum bóluefnasamningum íslenska ríkisins við framleiðendur efnanna með vísan til nýfallins úrskurðar Evrópudómstólsins. Dómstóllinn úrskurðaði að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi brotið lög með því að halda leyndum fyrir almenningi lykilupplýsingum úr milljarða kaupsamningum sambandsins á bóluefnum af lyfjaframleiðendum þegar hún birti afrit af samningunum með miklum yfirstrikunum á árinu 2022. Úrskurður Evrópudómstólsins í máli framkvæmdastjórnarinnar gerir að engu röksemdir ráðuneytisins sem lagðar voru til grundvallar við höfnun fyrra erindis Þórdísar frá mars 2021 um aðgang að samningunum.

Úrskurður dómstólsins er áfellisdómur yfir vinnubrögðum formanns framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen en hún leiddi ESB í samningaviðræðum við Albert Bourla forstjóra Pfizer. Samningur ESB, sem Ísland „naut góðs af,“ þótti afar hagstæður lyfjaframleiðandanum og hefur innri endurskoðendum ESB ekki tekist að fá aðgang að SMS skilaboðum sem fóru á milli der Leyen og Bourla við rannsókn á viðskiptunum. Myndin er af Ursula og Albert.Ursula Bourla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband