20.10.2024 | 14:50
Hvers vegna Alma rak Ţórólf
Ţegar líđa tekur á áriđ 2021 fer dauđsföllum fjölgandi á Íslandi sem og í öđrum löndum. Fjöldi einstaklinga létust á fyrstu mánuđum 2022 umfram ţađ sem gera hefđi mátt ráđ fyrir. Dauđsföllin urđu ţađ mörg í mars 2022 ađ tilefni ţótti til ţriggja fréttatilkynninga sóttvarnalćknis á sjö vikna tímabili. Ráđa má af efnistökum tilkynninga sóttvarnalćknis faglegar ástćđur starfsloka hans sem greint var frá í frétt landlćknis 12. maí 2022.
Í frétt sóttvarnalćknis 25.2.2022 er greint frá afléttingu ađgerđa. Ţó ađ öllum ađgerđum hafi veriđ aflétt ţá er COVID-19 faraldurinn hér enn í mikilli útbreiđslu en alvarlegar afleiđingar hans fátíđar. Ţví kom fjölgun dauđsfalla á fyrstu mánuđum ársins 2022 ađilum í opna skjöldu međ tilliti til ţess ađ hiđ tiltölulega meinlausa ómíkrón afbrigđi hafđi tekiđ yfir og nćstum allir áttu ađ vera komnir međ ónćmi, náttúrulegt, ónáttúrulegt eđa bćđi. Síđar átti eftir ađ koma í ljós ađ tćplega 90% dauđsfalla af völdum Covid-19 á Íslandi voru skráđ á árin 2022-2023.
Í frétt 10.3.2022 um Stöđu COVID-19 faraldurs kemur fram ađ útbreiđsla COVID-19 sé áfram gríđarlega mikil og áhrifin séu víđa í samfélaginu ţótt reglur um sóttkví og einangrun hafi veriđ felldar niđur. Greiningum hefur ekki fjölgađ frá ţví sem var međan reglur um einangrun voru enn í gildi, en innlögnum á sjúkrahús hafi fjölgađ verulega. Mikill fjöldi innlagna og dauđsfalla virđist koma sóttvarnalćkni í opna skjöldu og reynir hann ađ finna dauđsföllunum skýringar međ eftirfarandi orđalagi í fréttinni; Ţegar útbreiđsla er orđin eins mikil og raun ber vitni verđur meiri fjöldi en áđur alvarlega veikur og dauđsföllum fjölgar ţrátt fyrir ađ hlutfalliđ af heildarfjölda smitađra sé lćgra en t.d. í delta bylgju eđa áđur en bóluefnin komu fram.
Frétt sóttvarnalćknis 22.3.2022 međ fyrirsögninni Andlát af völdum COVID-19 á Íslandi greinir ađ nokkur umrćđa hefur veriđ undanfariđ um andlát vegna COVID-19 hérlendis og hugsanlega aukningu á ţeim. Athygli vekur í fréttinni hvernig sóttvarnalćknir leggur áherslu á ađ ađeins ţau andlát sem lćknar meta ađ COVID-19 hafi valdiđ, stuđlađ ađ eđa einhvern hátt átt ţátt í andlátinu á ađ tilkynna til sóttvarnalćknis. Sóttvarnalćknir notar ţví fréttatilkynninguna til ţess ađ senda lćknum leiđbeiningar. Sóttvarnalćknir segir í tilkynningunni frá nýlegu dreifibréfi til lćkna til ađ auđvelda ţeim skilgreiningu á andláti vegna COVID-19 til ađ auđvelda lćknum ađ ađskilja tilvik ţar sem dánarorsök var önnur ţótt viđkomandi hafi nýlega haft COVID-19 sjúkdóm en ţau andlát á ekki ađ tilkynna. Eins og orđalag og áherslan ber međ sér eru lćknar farnir ađ senda inn tilkynningar um dauđsföll af völdum Covid-19 bóluefnanna til sóttvarnalćknis. Ţađ er hann óhress međ og telur tilefni til ađ vanda um viđ ţá og árétta ađ einungis skuli tilkynna um dauđsföll til sóttvarnalćknis vegna COVID-19. Til ađ dauđsfall sé skilgreint vegna COVID-19 mega ekki líđa meira en 28 dagar frá greiningu á COVID-19 og ekki á ađ vera tímabil algjörs bata af COVID-19 á milli veikinda og andláts.
Önnur fréttin međ fyrirsögninni Andlát vegna COVID-19 er birt 28.4.2022. Tilefni fréttarinnar var ađ; talsverđ umrćđa í fjölmiđlum um fjölgun andláta á fyrsta fjórđungi ţessa árs miđađ viđ undanfarin ár og látiđ ađ ţví liggja ađ COVID-19 faraldrinum sé um ađ kenna. Ljóst er af orđalaginu ađ Ţórólfur telur Covid-19 sjúkdóminn ekki orsök dauđsfallanna. Á ţessum tíma á sér stađ umrćđa međal stjórnenda heilbrigđisţjónustunnar, bćđi hér á landi og erlendis, hvernig skrá eigi dánarorsakir dauđsfallanna sem ađilum er ţá orđiđ ljóst ađ bóluefnin valda. Ađ nefna mRNA efnin sem hugsanlega dánarorsök var óhugsandi. Ţórólfur er í lok apríl ekki sáttur viđ ađ skrá dánarorsakir óviđkomandi Covid-19 sem vćru ţćr af völdum sjúkdómsins. Athygli vekur hvernig Ţórólfur rekur í löngu máli hvernig hann sem sóttvarnalćknir heldur utan um tölfrćđina um fjölda andláta á tímum Covid-19. Ljóst er af lestrinum ađ ţarna er hafin mikil barátta á skrifstofu embćttis landlćknis milli sóttvarnalćknis og landlćknis um hvernig skrá eigi dánarorsakir dauđsfallanna.
Hálfum mánuđi eftir frétt sóttvarnalćknis um ađ dauđsföllin séu ranglega talin af völdum Covid-19 gefur landlćknir út fréttatilkynningu 12.5.2022 ţar sem greint er frá formlegri uppsögn sóttvarnalćknis af persónulegum og faglegum ástćđum. Eins og fréttatilkynningar sóttvarnalćknis bera međ sér er fagleg ástćđa starfsloka Ţórólfs, ári fyrir sjötugt, sú ađ hann var ekki tilbúinn til ađ taka ţátt í blekkingarleiknum sem nú fór í hönd og stendur enn. Sem er ađ bóka dauđsföllin af völdum mRNA bóluefnanna sem vćru ţau af völdum Covid-19.
Fjórum dögum eftir ađ Ţórólfur sagđi starfi sínu lausu birtist ţriđja fréttin á stuttum tíma um Andlát á Íslandi af völdum Covid-19 ţar sem greint var frá ađ viđ yfirferđ dánarvottorđa hafi fundist 53 dauđsföll vegna Covid-19 sem ekki var getiđ í frétt sóttvarnalćknis 28.4.