Leita í fréttum mbl.is

Ósannindi á færibandi

Landsmenn horfðu opinmynntir á landlækni og heilbrigðisráðherraefni Samfylkingar fara með ósannindi í röðum á framboðsfundi í sjónvarpssal. Ekki var nóg með að farið væri rangt með fjölda umframdauðsfalla á Íslandi sem hafa misserum saman verið fleiri en nánast alls staðar í Evrópu heldur sagði landlæknir þjóðinni ósatt þegar hún vísaði til athugana OECD. Skýrsla OECD bendir einmitt ekki til árangursríkra sóttvarnaaðgerða á tímum heimsfaraldursins. Að Ísland hafi annað hæsta hlutfall dauðsfalla Í Evrópu í könnun OECD í aldurshópnum 44 ára og yngri á árunum 2020 til 2022 að teknu tilliti til lýðfræðilegra þátta og að Ísland leiði löndin í könnun OECD með 11,5% aukningu á dánartíðni á milli áranna 2021 og 2022 á sama tíma og flest lönd sýndu fækkun dauðsfalla er ekki vitnisburður um árangursríkar sóttvarnaaðgerðir eftir tilkomu bóluefnanna. Þrátt fyrir fjölda rannsókna sem sýna skaðsemi Covid mRNA bóluefnanna heldur landlæknir áfram sem enginn sé morgundagurinn að halda efninu að eldri borgurum. Hvers vegna Samfylkingin tekur að sér að hylja slóðann eftir skelfileg mistök stjórnenda heilbrigðiskerfisins er ráðgáta aldarinnar.

IMG_0557


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband