25.11.2024 | 05:38
Ameríkanar hafa misst trú á yfirvöldum sóttvarna
Samkvæmt skýrslu CDC (Sóttvarnastofnunar USA) um bólusetningar gegn inflúensu, Covid og RSV höfðu einungis 17,9% Bandaríkjamanna 18 ára og eldri þegið örvunarbólusetningu gegn Covid-19 9. nóv. s.l. Meirihluti Ameríkana afþakkar einnig inflúensubóluefnið þar sem áætlað er að 34,7% 18 ára og eldri hafi þegið bólusetningu. Ljóst er af tölunum að Bandarískur almenningur hefur misst trú á yfirvöldum sóttvarna og fer ekki lengur að ráðleggingum þeirra. Ekki er að finna upplýsingar á heimasíðu landlæknis um þátttöku eldri borgara í bólusetningarátaki gegn Covid-19 á þessu hausti. Af ummælum stjórnenda heilsugæslunnar um rýra þátttöku eldri borgara og einstaklinga í áhættuhópum í bólusetningarátaki síðasta vetrar er þess varla að vænta að áhuginn á bóluefninu hafi vaxið. Þar kemur til aukin þekking eldri borgara á takmarkaðri gagnsemi Covid mRNA örvunarefnanna sem smitvarnar, fjölgun sjúkdómsgreininga sem rakin eru til bóluefnanna ásamt því að ekki virðist draga að neinu marki úr umframdauðsföllum á Íslandi sem skipar landinu mánuð eftir mánuð í hóp þeirra þjóða þar sem hlutfallslega flestir hafa hlotið ótímabæran dauðdaga samkvæmt tölum Embættis landlæknis og Evrópsku hagfræðistofnunarinnar. (Eurostat)