Leita í fréttum mbl.is

Bólusetningarþátttakan endurspeglar dvínandi tiltrú

Samkvæmt upplýsingum sóttvarnalæknis hefur þátttaka í Covid örvunarbólusetningum á tímabilinu september til nóvember dregist saman um 6,3% frá fyrra ári og hafði innan við þriðjungur landsmanna í hópi 60 ára og eldri þegið bólusetningu 25. nóv. s.l. Hlutfall 60 ára og eldri sem létu bólusetja sig gegn inflúensu til og með 19. nóvember hefur dregist saman um 16,2% eða úr 48,2% í 40,4% milli ára. Hlutföllin kunna að hækka eitthvað þar sem enn er boðið upp á bólusetningar.

Af tölunum má ráða að eldri borgarar hafa dvínandi trú á ráðleggingum Embættis landlæknis enda þekkja þeir á eigin skinni til takmarkaðrar gagnsemi Covid mRNA örvunarefnanna sem smitvarnar til og frá bólusettum ásamt því að fylgjast með miklum fjölda umframdauðsfalla á Íslandi sem skipa landinu mánuð eftir mánuð í hóp þeirra þjóða þar sem hlutfallslega flestir hafa hlotið ótímabæran dauðdaga samkvæmt tölum Embættis landlæknis og Evrópsku hagfræðistofnunarinnar. (Eurostat)Thattaka 60 ara og eldri covid og influ 251124


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband