Leita í fréttum mbl.is

69% starfsmanna harðákveðnir í að afþakka bólusetningu

Starfsmenn á hjúkrunarheimilum í Ástralíu voru skyldaðir til tveggja bólusetninga vildu þeir halda störfum sínum á tímum Covid. Traust þeirra á bóluefnunum hefur rýrnað svo mjög að 69% þeirra eru harðákveðnir í að láta ekki bólusetja sig komi til nýs faraldurs samkvæmt skoðanakönnun. Viðhorf starfsmannanna byggir á persónulegri reynslu þeirra sjálfra og/eða samstarfsmanna á alvarlegum aukaverkunum í kjölfar bólusetninga auk þess að hafa fylgst með áhrifum bóluefnanna á heilsu gamla fólksins.

Takmarkað álit landlæknis á gagnsemi mRNA efnanna sem smitvarnar og gagnsleysi fyrir heilbrigðisstarfsmenn má lesa á heimasíðu embættisins þar sem fram kemur að bólusetning hafi „ekki reynst mjög gagnleg til að hindra smit til eða frá bólusettum einstaklingi.“ Í leiðbeiningum um hausbólusetningar gegn Covid 2024 kemur fram að bóluefnið standi heilbrigðisstarfsmönnum í bráðaþjónustu og starfsmönnum hjúkrunarheimila einungis til boða þegar sérstakt tilefni er til, „s.s. ef breytingar hafa orðið á bóluefni eða ef faraldur er svo útbreiddur að jafnvel skammvinn vörn gegn sýkingu getur haft áhrif á þol heilbrigðiskerfisins gegn ástandinu.“IMG_0270

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband