6.12.2024 | 19:47
69% starfsmanna harðákveðnir í að afþakka bólusetningu
Starfsmenn á hjúkrunarheimilum í Ástralíu voru skyldaðir til tveggja bólusetninga vildu þeir halda störfum sínum á tímum Covid. Traust þeirra á bóluefnunum hefur rýrnað svo mjög að 69% þeirra eru harðákveðnir í að láta ekki bólusetja sig komi til nýs faraldurs samkvæmt skoðanakönnun. Viðhorf starfsmannanna byggir á persónulegri reynslu þeirra sjálfra og/eða samstarfsmanna á alvarlegum aukaverkunum í kjölfar bólusetninga auk þess að hafa fylgst með áhrifum bóluefnanna á heilsu gamla fólksins.
Takmarkað álit landlæknis á gagnsemi mRNA efnanna sem smitvarnar og gagnsleysi fyrir heilbrigðisstarfsmenn má lesa á heimasíðu embættisins þar sem fram kemur að bólusetning hafi ekki reynst mjög gagnleg til að hindra smit til eða frá bólusettum einstaklingi. Í leiðbeiningum um hausbólusetningar gegn Covid 2024 kemur fram að bóluefnið standi heilbrigðisstarfsmönnum í bráðaþjónustu og starfsmönnum hjúkrunarheimila einungis til boða þegar sérstakt tilefni er til, s.s. ef breytingar hafa orðið á bóluefni eða ef faraldur er svo útbreiddur að jafnvel skammvinn vörn gegn sýkingu getur haft áhrif á þol heilbrigðiskerfisins gegn ástandinu.