Leita í fréttum mbl.is

Fjársveltum ekki Ráðgjafar- og greiningarstöð

Börnum sem greinst hafa á einhverfurófi hefur fjölgað mikið hér á landi. Fréttir af niðurskurði fjárframlaga til starfsemi Ráðgjafar- og greiningarstöðvar á sama tíma og tilvísunum um þjónustu hefur fjölgað um 60% og að fjölskyldur fatlaðra barna þurfi að bíða í tvö ár eftir þjónustu stofnunarinnar vekja undrun.

Súluritið sýnir þróunina í Kaliforníu frá 1989. Umdeilt er hvort þróunina megi rekja til lagasetningar 1986 sem tryggði lyfjaframleiðendum í Bandaríkjunum skaðleysi vegna hugsanlegs miska af völdum bóluefna á heilsu barna. Að lagasetningin hafi leitt til óvandvirkni lyfjaframleiðenda við klínískar rannsóknir barnaefnanna líkt og almenningur hefur upplifað með skaðsemi Covid efnanna. Nýkjörinn forseti hefur falið heilbrigðisráðherra að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum í embætti að ganga úr skugga um öryggi barnabóluefnanna. Eins og súluritið ber með sér verður fjölgun einstaklinga á einhverfurófi betur lýst sem faraldri. Ekki er undarlegt að verðandi forseti vestra hafi áhyggjur af faraldri einhverfu því að óbreyttu mun annað hvert barn í Bandaríkjunum greinast á einhverfurófi að 10 til 20 árum liðnum.California caseload Autism count


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband