14.12.2024 | 09:54
Ristilspeglunum á Landspítala fjölgar um 41%
Í starfsemisupplýsingum Landspítala vekur athygli að ristilspeglunum fjölgaði um 41% á fyrstu 11 mánuðum ársins frá sama tímabili liðins árs og sértækum magaspeglunum fjölgaði um 78%. Ekki er hægt að útiloka að fjölgun speglana eigi sér skýringar í breyttu vinnufyrirkomulagi á spítalanum. Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins kemur fram að ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi. Ristilspeglun er talin skilvirkasta aðferðin til að finna og komast í veg fyrir meinin á byrjunarstigum og auka þannig líkur á bata. Fjölgun speglana á þessu ári kann að vera vísbending um að ekkert lát sé á greiningum krabbameins hér á landi líkt og víða erlendis. Í dánarmeinaskrám landlæknis fyrir árin 2022 og 2023 sést að dauðsföllum af völdum illvígs krabbameins hefur fjölgað um 8% frá meðaltali áranna 2019 til 2021 þegar bólusetningar með mRNA Covid efnunum hófust.