22.12.2024 | 21:44
Næsti landlæknir kemur ekki til með að búa að reynslu af stjórnunarstörfum á sviði heilbrigðisþjónustu
Að ekki sé búið að ráða í stjórnunarstöður hjá hinu opinbera áður en störfin eru auglýst heyrir til undantekninga. Fráfarandi landlæknir og nýr heilbrigðisráðherra er næsta örugglega búin að lofa embættinu tilteknum einstaklingi sem ráðherrann getur treyst að fari vel með beinagrindurnar í skápum Embættis landlæknis frá covid árunum. Með því að bera saman texta þriggja síðustu auglýsinga um starf landlæknis frá árunum 2014, 2017 og nú má sjá vísbendingu um ráðninguna því auglýsingin er hanskasaumuð þeim sem þegar hefur verið hvattur til að sækja um í fullri vissu þess að fá starfið. Í auglýsingunni að þessu sinni er ekki lengur talið mikilvægt að umsækjandinn hafi reynslu af stjórnunarstörfum á sviði heilbrigðisþjónustu eins og það var orðað 2017 eða innan heilbrigðisþjónustu eins og það var orðað 2014.