Leita í fréttum mbl.is

Mesta fjölgun dauðsfalla í Evrópu 2022

Engar skýringar hafa enn verið gefnar af heilbrigðisyfirvöldum á þeirri staðreynd að hlutfallslega mun fleiri Íslendingar mættu ótímabærum dauðdaga á árinu 2022 en þegnar annarra þjóða Evrópu en á því ári hafði Ísland sérstöðu meðal þjóðanna með 15% fjölgun dauðsfalla. (efra súluritið) Sérstaða Íslands staðfestist með skýrslu OECD þar sem gerður var samanburður á árangri sóttvarna meðal aðildarþjóða á Covid árunum. Skýrslan staðfesti að á Íslandi hækkaði dánartíðni mest allra landa eða um 11,5% á milli áranna 2021 og 2022 og var Ísland í sérflokki þar sem dánartíðni lækkaði á sama tíma í flestum löndum samtakanna. Önnur sláandi niðurstaða höfunda OECD skýrslunnar var að Ísland var með annað hæsta hlutfall dauðsfalla Í Evrópu í aldurshópnum 44 ára og yngri á árunum 2020 til 2022. Við útreikning OECD á dánartíðni var tekið tillit áhrifa mismunandi aldursamsetningar og mannfjöldaþróunar milli landa á árunum 2015 til 2022.

Í 16 löndum Evrópu fækkaði dauðsföllum á árinu 2023 hlutfallslega meira en á Íslandi. (neðra súluritið) Virðist sem hærri dánartíðni á Íslandi hafi fest í sessi eftir bólusetningarárið 2021 sbr. metfjölgun dauðsfalla á árinu 2022, minni fækkun á Íslandi 2023 í samanburði Evrópulanda og að fjöldi dauðsfalla á þremur fyrstu fjórðungum yfirstandandi árs bendir til 2 til 3% fjölgunar látinna á árinu 2024.Latnir Isl samanb 22 & 23


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband