31.12.2024 | 09:41
Heldur Ísland efsta sæti umframdauðsfalla Evrópuþjóða 2024?
Lesendum Morgunblaðsins til glöggvunar sýnir súluritið þróun dánartíðni frá árinu 2011. Að árunum 2016 og 2022 undanskyldum hefur dánartíðnin ekki verið hærri á Íslandi en hún var á árinu 2023 og því miður virðist dánartíðni yfirstandandi árs hækka frá árinu 2023. Sé íslenska dánartíðnin borin saman við dánartíðni 26 Evrópuþjóða á vefsíðu Mortality Watch kemur í ljós að aldursleiðrétt umframdánartíðni ársins 2022 setur Ísland í annað sæti þjóða Evrópu og á árinu 2023 er Ísland með hæstu umframdánartíðni í Evrópu. Umfjöllun Embættis landlæknis og frásögn Morgunblaðsins um þróun dánartíðni á Íslandi gefur hæpna mynd og skiljanlega lætur landlæknir alþjóðlegan samanburð dánartíðninnar á Íslandi síðustu tvö árin eftir bólusetningarárið mikla í engu getið.
Ólíkar dánarorsakir karla og kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |