28.2.2025 | 10:19
Að taka við hörmulegu búi verður ekkert grín
Hvernig í ósköpunum stendur á því að fleiri Íslendingar látast hlutfallslega ár eftir ár en landsmenn annarra Evrópuþjóða? Embætti landlæknis hefur birt tölur yfir látna á síðasta ári. Fjölgaði látnum um 1,5% frá árinu 2023. Það er árinu þar sem Ísland reyndist með hæstu dánartíðni Evrópuþjóða miðað við meðaltal áranna 2017 til 2019 fyrir Covid-19. Tölur landlæknis staðfesta að þriðja árið í röð er Ísland með hvað hæsta hlutfall látinna í Evrópu. Nýjum landlækni er óskað velfarnaðar í störfum sínum. Ekki veitir henni af heillaóskum því hún tekur við vægast sagt hörmulegu búi fráfarandi landlæknis og núverandi heilbrigðisráðherra. Grunnforsenda þess að nýr landlæknir verði farsæll í starfi er að bera gæfu til að víkja hagsmunum hluthafa lyfjaframleiðenda til hliðar og setja heilsufar landsmanna í forgang. Með þeim eina hætti breyttra áherslna geta landsmenn átt von á að skelfileg staða Íslands meðal þeirra þjóða sem flest hafa umframdauðsföllin taki breytingum.