Leita í fréttum mbl.is

Að taka við hörmulegu búi verður ekkert grín

Hvernig í ósköpunum stendur á því að fleiri Íslendingar látast hlutfallslega ár eftir ár en landsmenn annarra Evrópuþjóða? Embætti landlæknis hefur birt tölur yfir látna á síðasta ári. Fjölgaði látnum um 1,5% frá árinu 2023. Það er árinu þar sem Ísland reyndist með hæstu dánartíðni Evrópuþjóða miðað við meðaltal áranna 2017 til 2019 fyrir Covid-19. Tölur landlæknis staðfesta að þriðja árið í röð er Ísland með hvað hæsta hlutfall látinna í Evrópu. Nýjum landlækni er óskað velfarnaðar í störfum sínum. Ekki veitir henni af heillaóskum því hún tekur við vægast sagt hörmulegu búi fráfarandi landlæknis og núverandi heilbrigðisráðherra. Grunnforsenda þess að nýr landlæknir verði farsæll í starfi er að bera gæfu til að víkja hagsmunum hluthafa lyfjaframleiðenda til hliðar og setja heilsufar landsmanna í forgang. Með þeim eina hætti breyttra áherslna geta landsmenn átt von á að skelfileg staða Íslands meðal þeirra þjóða sem flest hafa umframdauðsföllin taki breytingum.Fj latinna og MW 22 23


« Síðasta færsla

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband