12.3.2025 | 06:57
30% fjölgun tilfella krabbameins í blöðruhálskirtli
Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein karla og er um fjórðungur allra meina sem greinast hjá körlum á Íslandi samkvæmt heimasíðu Krabbameinsfélagsins. Uppsafnaður fimm ára fjöldi nýrra tilfella blöðruhálskirtilskrabbameins á árunum 2019 til 2023 er 30% fleiri en hvort heldur er borið saman við árin 2009 til 2013 eða 2014 til 2018. Ekki er að finna skýringar á þessari miklu fjölgun krabbameins hjá körlum á liðnum árum í opinberum gögnum heilbrigðisyfirvalda.