15.3.2025 | 10:32
Upplýst samþykki heyrir brátt sögunni til
Vísindamenn við McMaster háskólann í Kanada, sem fjármagnaður er m.a. af stofnun fyrrverandi hjóna Bill og Melindu Gates, hafa hafið annars stigs klíníska rannsókn á Covid bóluefni í formi innöndunarlyfs (AeroVax). Lyfinu er ætlað að gagnast einstaklingum sem haldnir eru sprautufælni. Jafnframt vonast höfundar lyfsins eftir virkari vörn gegn SARS-CoV-2 veirunni með því að úðinn við innöndun veki ónæmisviðbrögð í lungum og efri öndunarvegi sem er farvegur veirunnar. En eins og kemur fram á heimasíðu Embættis landlæknis hefur mRNA Covid bólusetning ekki reynst mjög gagnleg til að hindra smit til eða frá bólusettum einstaklingi. Tortryggni gætir í garð nýja innöndunarlyfsins þar sem auðveldlega má dreifa lyfinu í formi úða meðal almennings hvort heldur hann vill bólusetningu gegn Covid með mRNA úðanum eður ei. Ljóst er að upplýst samþykki almennings fyrir ónæmisvörn sem ákveðin er af heilbrigðisyfirvöldum heyrir brátt sögunni til.