16.4.2025 | 11:44
Einhverfufaraldurinn
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna CDC hefur birt 2025 skýrsluna um einhverfu þar sem fram kemur að einhverfa greinist hjá 1 af hverjum 31 átta ára amerísku barni. Sláandi tölurnar eru skelfilegri fyrir drengi. Á landsvísu greinist 1 af hverjum 20 með einhverfu og í Kaliforníu 1 af hverjum 12,5. Könnunin náði til barna sem fæddust 2014. Frá 1992, þegar CDC hóf að kanna tíðni greininga barna á einhverfurófi, hefur fjöldi greindra tæplega fimmfaldast sem hrekur fullyrðingar og/eða skýringar þess efnis að fjölgunina megi skýra með víkkun skilgreininga einhverfu eða aukinnar meðvitundar um tilvist sjúkdómsins. Hvað þá að erfðaþættir komi við sögu. Ekki er að undra að fjölgun einhverfra í þessum mikla mæli hafi vakið athygli nýkjörins forseta Bandaríkjanna og hann hafi falið heilbrigðisráðherra að rannsaka hverju sæti. Gert er ráð fyrir niðurstöðum ekki seinna en í september.