15.5.2025 | 14:35
Alzheimer slæmar fréttir og góðar
Nöturlegt var fyrir alzheimersjúka og aðstandendur að hlýða á vitnisburð nýs heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna í gær fyrir þingnefnd þar sem hann fullyrti að spilling innan heilbrigðisstofnana vestra væri EINA ástæða þess að ekki hefði enn fundist lækning við alzheimer sjúkdómnum. Fjárveitingar hefðu á grundvelli sviksamlegrar háttsemi verið látnar einskorðast við rannsókn á einni hugsanlegri orsök sjúkdómsins á sama tíma og aðrir möguleikar hefðu verið látnir ókannaðir. Ráðherrann taldi einsýnt að lækning við alzheimer hefði þegar fundist ef eðlilega hefði verið staðið að ráðstöfun fjármuna til rannsókna á sjúkdómnum. Þrátt fyrir að það sé fullseint fyrir marga sem haldnir eru sjúkdómnum var engu að síður ánægjulegt að heyra ráðherrann lýsa þeim staðfasta ásetningi og vissu að lækning við alzheimer myndi fljótt finnast. Frásögn Science lýsir einum þætti spillingarinnar sem ráðherrann vísaði til.