4.7.2025 | 08:36
Kóað með heilbrigðisráðherra
Athygli vekur að forstjórinn notar ekki viðtalið til að upplýsa blaðamann um hvers vegna Landspítalinn greindi fjárlaganefnd ekki frá raunverulegri ástæðu mikillar fjölgunar illkynja meina og hvers vegna hann gat ekki fjallað af hreinskilni um fjárvöntun spítalans til lyfjakaupa fyrir nefndinni. Frekar kaus spítalinn að afvegaleiða fjárlaganefndina með því að skýra aukningu á nýgreiningum krabbameina með mannfjöldabreytingum og hækkandi meðalaldri. Fjölgun landsmanna um 8,7% frá 2021 og lenging meðalaldurs um 0,3 ár skýrir ekki aukningu á nýgreiningum krabbameina á liðnum misserum og 48,5% útgjaldavöxt ríkissjóðs vegna leyfisskyldra lyfja. Aðalástæðu fjárvöntunar til krabbameinslyfjakaupa þekkja stjórnendur spítalans að rekja má til fjöldabólusetningar landsmanna með Covid mRNA bóluefnunum.
![]() |
Grafalvarlegt mál en vonar að úr rætist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |