7.7.2025 | 07:11
Ađ pissa í skóinn sinn
Hvernig heilbrigđisráđherra og fyrrverandi landlćkni er fyrirmunađ ađ leysa úr vandamálum sem hlađist hafa upp á skrifborđi hennar sem landlćknis á liđnum árum sjást víđa merki. Ein birtingarmynd slakrar stjórnunar sést á efnistökum hennar gagnvart Geđheilsumiđstöđ barna (GMB) ţar sem metfjöldi barna eđa 2.500 börn bíđa eftir ADHD- eđa einhverfugreiningu. Sem fyrrverandi landlćknir hefur Alma horft í ađgerđarleysi á biđlista barna eftir ţjónustu GMB lengjast ár frá ári frá stofnun 2022 án ţess ađ bregđast viđ međ nokkrum hćtti. Ţađ var ekki fyrr en 7. febrúar á ţessu ári ađ ráđherra taldi sig ekki lengur komast hjá ađ veita auknu fjármagni til GMB sem dugđi til fjölgunar stöđugilda um tvö. Svo stór var ţessi rausnarlega ákvörđun ađ Alma lét sérstaklega hafa eftir sér í tilkynningu á vef stjórnarráđsins ađ međ henni vćri veriđ ađ stytta biđ barna eftir mikilvćgri ţjónustu og setja geđheilbrigđismál í forgang. Öllum sem til ţekktu vissu ađ ţessi ađgerđ myndi litlu sem engu breyta og ţarna vćri fyrrverandi landlćknis enn og aftur ađ pissa í skóinn sinn. Fimm mánuđum síđar greinir yfirlćknir GMB frá ţví ađ í ţvílíkt óefni sé komiđ ađ helsta úrrćđi stofnunarinnar til lausnar vandanum sé ađ vísa börnum og foreldrum ţeirra frá.