8.7.2025 | 14:55
Biðlisti eftir hjúkrunarrými hefur lengst um 63,7% frá 2020
Ekkert er jafn fyrirsjáanlegt í þessu lífi og öldrun þjóðarinnar og vaxandi árviss þörf eftir nýjum hjúkrunarrýmum. Frá 2020 hefur öldruðum sem bíða eftir hjúkrunarrými fjölgað um 63,7% samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Embættis landlæknis. Hvers vegna biðlistinn lengist sem raun ber vitni sést á meðfylgjandi mynd þar sem hjúkrunarrýmum fjölgaði um 69 frá 2020 á sama tíma og landsmönnum 80 ára og eldri fjölgaði um 1.682.