17.7.2025 | 15:47
33% foreldra ákveðin í að hafna að hluta eða alfarið barnabóluefnum
Tvær bandarískar kannanir á áformum 174 vanfærra kvenna og 1.765 foreldra um þátttöku í ráðlögðum bólusetningum afkvæma á fyrstu 18 mánuðum æviskeiðsins sýndi svipaða niðurstöðu meðal beggja hópa þar sem 40% höfðu ákveðið að láta bólusetja börnin. 60% ætluðu að hafna, bíða eða voru óákveðin með bólusetningu. Hlutfall foreldra sem voru ákveðin í að hafna bólusetningum að hluta eða öllu leyti reyndist 33%. 48% frumbyrja voru óákveðin um bólusetningar. Niðurstöðurnar eru sláandi og endurspegla rýrnandi traust foreldra á bóluefnum eftir reynsluna af Covid bóluefnunum.