26.7.2025 | 07:40
Hagstofan spáir íbúum af innlendu bergi undir 50% fyrir 2045
Hagstofan greinir ekki frá því í fréttatilkynningu um mannfjöldaspá frá 27. nóvember 2024 hvaða áhrif það hefði á skiptingu landsmanna eftir uppruna rætist spáin. Að gefinni forsendu um að frjósemi þeirra sem þegar búa á Íslandi og aðfluttra á næstu 25 árum verði sú sama og á árinu 2024 eða 1,56 sem var lægsta frjósemi frá upphafi mælinga og jöfnum árlegum fjölda aðfluttra umfram brottflutta, fyrst og fremst vegna búferlaflutninga erlendra borgara, sýnir myndin hvernig skipting landsmanna eftir uppruna breytist á fyrri helmingi spátímans eða til ársins 2050. Yfirleitt er talið að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Til að lágspá Hagstofunnar um að mannfjöldinn verði 509 þúsund árið 2050 gangi eftir þurfa aðfluttir umfram brottflutta að vera 8.900 árlega næstu 25 árin.
Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða íbúar á Íslandi 561 þúsund árið 2050 og gætu orðið 500 þúsund innan 11 ára. Íbúum á Íslandi fjölgar úr 389 þúsund á Íslandi í lok árs 2024 í 509-630 þúsund íbúa á næstu 25 árum með 90% líkum. Miðað við háspá eru 5% líkur á að íbúar verði fleiri en 630 þúsund og 95% líkur á þeir verði færri. Lágspá gefa til kynna að 5% líkur séu á að íbúar verði færri en 509 þúsund og 95% líkur á að þeir verði fleiri.