28.7.2025 | 12:35
Hlutfall innflytjenda hækkað mest á Íslandi
Frá 2016 hefur hlutfall innflytjenda hækkað um 8,5 prósentustig á Íslandi. Næst mest var hækkunin í Þýskalandi eða 7,0 prósentustig. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, hefur nú beðið landa sína afsökunar á að hafa opnað landið fyrir innflytjendum án þess að spyrja þjóðina álits. Þriðja mesta hækkunin á síðustu 10 árum er 6,3 prósentustig í Írlandi. Á Norðurlöndum hækkaði hlutfall erlendra mest í Svíþjóð á tímabilinu eða um 3,6 prósentustig. Íslenska þjóðin, sem var ekki frekar en sú þýska spurð álits á þróuninni, er með annað hæsta hlutfall íbúa af erlendu bergi meðal Evrópuþjóða eða 21% á eftir Írum sem eru með 22,6%. Mannfjöldaspá Hagstofu Íslands gerir ráð fyrir að landsmenn af innlendu bergi brotnir verði í minnihluta fyrir 2045.