4.8.2025 | 16:31
7.000 skrefa daglegur göngutúr
minnkar líkur á ótímbæru dauðsfalli um 47%, líkur á krabbameini um 37%, hjartasjúkdómum um 25%, heilabilun um 38%, þunglyndi um 22% og dregur úr líkum á sykursýki um 14%, samkvæmt yfirgripsmikilli ritrýndri rannsókn í tímaritinu The Lancet Public Health. Jafnvel þó 10.000 skrefa göngutúr sé enn gagnlegri leiddi rannsóknin í ljós að megnið af ávinningnum af hreyfingunni hafði áunnist eftir 7.000 skref. Niðurstöðurnar staðfesta það sem flestir vita að hófleg dagleg hreyfing er öflugasta úrræðið sem okkur stendur til boða til að draga úr hættu á sjúkdómum og bæta almenna vellíðan.