8.8.2025 | 12:42
Andvanafæddum fjölgaði um 70%
Covid bóluefnunum var haldið að vanfærum á Íslandi sem annars staðar þrátt fyrir að fljótlega hafi orðið vart skaðlegra aukaverkana bóluefnanna bæði á mæður og fóstur. Í hlekk má lesa um réttarhöld í Kaliforníu þar sem uppljóstrari greindi frá mikilli fjölgun andvanafæddra barna hjá heilbrigðisstofnun. Stofnunin hélt leyndum upplýsingum um mikla fjölgun andvanafæðinga Covid bólusettra mæðra eftir upphaf fjöldabólusettninganna vorið 2021. Meðfylgjandi mynd sýnir fjölda andvanafæðinga á Íslandi bæði sem fjölda og einnig sem hlutfall lifandi fæddra. Árið 2021 sker sig úr. Vonandi erum við ekki áfram að sjá skaðleg eftirköst efnanna í hækkuðu hlutfalli andvanafæddra 2024. Tölfræði um fósturlát á Íslandi á árinu 2021 er ekki aðgengileg.