Leita í fréttum mbl.is

Senn skýrist hvað veldur faraldri einhverfu

Ekki er að undra að forseti Bandaríkjanna hafi látið það verða eitt af sínum fyrstu verkum í embætti að fela heilbrigðisráðherranum að gera allt sem unnt væri til að greina ástæður mikillar fjölgunar barna sem greinast á einhverfurófi í landinu. Að hjá átta ára börnum greinist 1 af hverjum 31 á árinu 2022 er ógnvænleg fjölgun frá 2010 þegar 1 af hverjum 68 börnum greindist á einhverfurófi. Kalifornía sker sig úr þar sem 1 fjögurra ára drengur af hverjum 12 eða liðlega 8% greinast á einhverfurófi. Heilbrigðisráðherrann hefur kunngert að greinargerðin um ástæður fjölgunarinnar verði kynnt almenningi nú í september. Að vonum er niðurstaðna beðið með eftirvæntingu og ekki einungis í Bandaríkjunum. Ísland hefur ekki sloppið við faraldur einhverfu samkvæmt ársskýrslu Tryggingastofnunar 2023 þar sem fjöldi einhverfra barna hefur rúmlega tvöfaldast frá 2014 og hlutfall barna með greininguna einhverfu eða ódæmigerða einhverfu af fötluðum börnum hefur vaxið úr 45% 2014 í 75% 2023.Einhverfufaraldur usa


« Síðasta færsla

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband