8.9.2025 | 12:37
Loksins lækkar dánartíðnin
Á fyrri helmingi yfirstandandi árs létust jafn margir, þegar tekið hefur verið tillit til fólksfjölgunar, og að jafnaði á árunum fyrir Covid-19. Að dánartíðnin sé að verða svipuð og fyrir Covid er fagnaðarefni með fyrirvara um að þróun fjölda látinna haldist svipuð á seinni helmingi ársins. Súluritið sýnir glögglega hvernig dauðsföllum tók ekki að fjölga fyrr en tveimur árum eftir að Covid-19 sjúkdómurinn kom til landsins og á sama tíma og Embætti landlæknis taldi veiruna vera orðna það skaðlausa heilsu almennings í lok febrúar 2022 að tímabært væri að fella sóttvarnaráðstafanir úr gildi. Mannfellinu sem fylgdi í kjölfar fjölda- og örvunarbólusetninganna veturinn 2021/2022 virðist því vera að linna og er það vel. Vonandi heldur ótímabærum dauðsföllum áfram að fækka á Íslandi þannig að landið skipist ekki enn eitt árið til viðbótar í hóp þeirra Evrópuþjóða sem hæsta dánartíðni hafa. Til að sá árangur náist þarf Embætti landlæknis að láta vera að halda Covid örvunarefninu að grandalausum eldri borgurum á hjúkrunarheimilum landsins á næstu vikum.