19.4.2025 | 07:46
Vísindin að baki grímuskyldu og 2m fjarlægðinni
Ástæða er til að vekja athygli á vefsíðu Hvíta hússins með staðreyndum um uppruna SARS-CoV-2 veirunnar samkvæmt rannsóknum þingnefnda ásamt nöfnum þeirra sem fremst fóru við að blekkja almenning til að trúa sögunni um að veiran hafi borist af matarmarkaði í Wuhan. Ekki er að undra að Dr. Fauci hafi þegið fyrirfram náðun heilabilaðs fyrrverandi forseta USA fyrir saknæmar blekkingar og endurteknar lygar í vitnisburði fyrir þingnefndum verandi sá einstaklingur í bandaríska stjórnkerfinu sem fjármagnaði rannsóknirnar að baki þróun veirunnar. Hvort veiran barst út meðal manna af rannsóknarstofunni fyrir slysni eða ásetning á eftir að upplýsast. En heppileg tímasetning fjárfestinga Bill Gates í bóluefnaframleiðslu korteri fyrir veiru vekur grunsemdir.
18.4.2025 | 12:50
Er framleiðsla AstraZeneca örugg fyrir smábörnin?
Furðulegt er að sjá traustsyfirlýsingu Guðrúnar Aspelund sóttvarnalæknis í svari við fyrirspurn um RS mótefnið; Við berum fullt traust til Sanofi og til AstraZeneca sem lyfjaframleiðanda. Það er engin ástæða til annars." Hrikaleg reynsla embættis landlæknis af Covid bóluefnaframleiðslu AZ virðist engin áhrif hafa á ákvörðun embættisins að kaupa RS mótefnið fyrir hvítvoðunga landsmanna. Að hafa neyðst til að hætta notkun Covid bóluefnis AZ þegar alvarlegar aukaveranir bóluefnisins hérlendis voru orðnar svo margar að jafnvel sóttvarnalækni blöskraði. Í töflunni sést hvernig covid bóluefni AZ hefur reynst margfalt hættulegra heilsu almennings en efni Pfizer sem valdið hefur heilsubresti þúsunda og ótímabærum dauðdaga hundruða Íslendinga. Svo hættulegt reyndist covid bóluefni AZ heilsu almennings að lyfjaframleiðandinn neyddist til að hætta framleiðslu og sölu efnisins á heimsvísu.
18.4.2025 | 08:54
Pfizer FN0565
Hvernig má það vera að það skipti þann bólusetta heilsufarslegu máli eða jafngildi dauðadómi úr hvaða framleiðslueiningu bóluefnið kemur sem sóttvarnalæknir ákvað að gefa honum í upphandlegginn fyrir eða eftir hádegi í Laugardalshöllinni? 18 heilbrigðisstarfsmenn á áströlsku sjúkrahúsi greinast með krabbamein. Annað en að starfa saman eiga þeir það eitt sammerkt að hafa þegið bólusetningu gegn Covid með bóluefni Pfizer úr framleiðslulotu FN0565. Af hverju er svo margt varðandi bóluefnin sem fremur minnir á skottulækningar en vísindi? Hvers vegna er unglingsstúlka í kjörþyngd sprautuð með jafnstórum skammti af Pfizer og 100 kg. eftirlaunaþegi? Hvers vegna eru bóluefni sem byggja á nýrri tækni ekki reynd með viðunandi hætti í klínískum rannsóknum? Hvers vegna hefur ekkert núverandi barnabóluefna verið reynt í tvíblindri rannsókn þar sem lyfleysan er saltlausn en ekki eitthvert annað bóluefni? Af hverju titrar lyfjaiðnaðurinn í Bandaríkjunum ásamt þeim þingmönnum sem hæsta styrkina þiggja úr þeirra hendi þegar heilbrigðisráðherrann nefnir í ræðu sinni nauðsyn þess að komast fyrir faraldur einhverfu? Allt titrar jafnvel án þess að ráðherrann hafi nefnt orðið bóluefni í ræðunni. Ánægjulegt var að frétta að fulltrúum lyfjaframleiðenda í ráðgjafanefnd FDA (lyfjaeftirlitsins) var vikið úr nefndinni í gær. Þar með er girt fyrir æpandi hagsmunaárekstur sem kostað hefur heilsu og líf ótaldra. Bæði vestan hafs og austan þar sem þekkt er að evrópska lyfjaeftirlitið dansar eftir ákvörðunum þess bandaríska. Þannig munu áhrif þessarar skynsemis ákvörðunar koma fram í bættri heilsu og minni lyfjaskaða hér á landi þegar fram í sækir.
17.4.2025 | 12:11
Grænlendingar brosa í kampinn
16.4.2025 | 11:44
Einhverfufaraldurinn
14.4.2025 | 12:46
Eigum við að fara til London - held ekki
13.4.2025 | 15:00
Neikvæð smitvörn - virkilega?
8.4.2025 | 06:26
Að hylja skaðann
19.3.2025 | 15:53
Fylgni aukinnar grímunotkunar og umframdauðsfalla Evrópuþjóða
18.3.2025 | 04:58