Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Grænlendingar brosa í kampinn

Áhugavert er að fylgjast með íslenskum stjórnmálamönnum lýsa hneykslan sinni á áhuga forseta USA á Grænlandi. Lítið hefur komið fram um áform forsetans annað en að Grænlendingar sjálfir komi á endanum til með að ákveða hvort þeir vilji sjá breytingar á núverandi ríkjasambandi við Danmörk og þá hvers konar framtíðarsýn grænlenska þjóðin telur landinu hagfelldust. Að þessi hugleiðing er fest á blað helgast af samtali okkar hjóna við grænlenskt háskólamenntað par sem við deildum kvöldverðarborði með á ferðum okkar nýverið. Talið barst að Trump og áhuga á að eignast Grænland með bandaríska öryggishagsmuni og ef til vill einhverja aðra hagsmuni í huga. Grænlenska parið fagnaði áhuga forsetans á landinu. Sögðu þau engan einstakling hafa gert grænlensku þjóðinni jafn mikinn greiða og Trump hefði gert með yfirlýsingum sínum. Honum hefði tekist að vekja Dani af værum blundi kyrrstöðu um málefni landsins. Ekki hefði verið vanþörf á. Jafnframt hefði nýju lífi verið blásið í umræðu um sjálfstjórn Grænlands. Sögðu þau grænlensku þjóðina í þakkarskuld við Trump vegna endurvakins áhuga og umhyggju Dana á málefnum og velferð Grænlendinga. Jákvæð áhrif af afskiptum forsetans af málefnum Grænlands virðast hafa farið fram hjá íslenskum stjórnmálamönnum.


Einhverfufaraldurinn

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna CDC hefur birt 2025 skýrsluna um einhverfu þar sem fram kemur að einhverfa greinist hjá 1 af hverjum 31 átta ára amerísku barni. Sláandi tölurnar eru skelfilegri fyrir drengi. Á landsvísu greinist 1 af hverjum 20 með einhverfu og í Kaliforníu 1 af hverjum 12,5. Könnunin náði til barna sem fæddust 2014. Frá 1992, þegar CDC hóf að kanna tíðni greininga barna á einhverfurófi, hefur fjöldi greindra tæplega fimmfaldast sem hrekur fullyrðingar og/eða skýringar þess efnis að fjölgunina megi skýra með víkkun skilgreininga einhverfu eða aukinnar meðvitundar um tilvist sjúkdómsins. Hvað þá að erfðaþættir komi við sögu. Ekki er að undra að fjölgun einhverfra í þessum mikla mæli hafi vakið athygli nýkjörins forseta Bandaríkjanna og hann hafi falið heilbrigðisráðherra að rannsaka hverju sæti. Gert er ráð fyrir niðurstöðum ekki seinna en í september.IMG_0505


Eigum við að fara til London - held ekki

Borgarferðir til nágrannalandanna njóta dvínandi vinsælda. Eins og það var gaman að heimsækja bæði London og París. Ekki lengur. Fljótvirkasta leiðin til að glata símanum með rafrænu skilríkjunum og öllu hinu er að taka hann úr vasanum á götu í London. Getur verið að senn muni ekki óhætt að halda á farsíma á götu í póstnúmerinu 101 Reykjavík? Vasaþjófar við Almannagjá? Matthew Goodwin greinir frá heimsókn til Ungverjalands og viðbrögðum heimamanna við bresku stöðunni í hlekk.IMG_0499


Neikvæð smitvörn - virkilega?

Vilji menn auka líkurnar á að sýkjast af árlegu inflúensunni er fátt hjálplegra til þess en að þiggja árlegu inflúnsusprautuna. Niðurstöður rannsóknar á 54.400 heilbrigðisstarfsmönnum Cleveland Clinic sjúkrahússins, sem er samkvæmt könnunum meðal bestu heilbrigðisstofnana Bandaríkjanna, voru þeim sem létu sprauta sig við flensunni í vetur 27% hættara við að veikjast af flensunni en þeim sem ekki létu sprauta sig.IMG_0495


Að hylja skaðann

Í grein sem við Helgi Örn skrifum í Morgunblaðið í dag rekjum við hvernig stjórnendur Landspítalans hafa frá síðustu áramótum dregið úr upplýsingagjöf til að hylja alvarlegan skaðann af notkun Covid bóluefnanna fyrir landsmönnum. Jafnframt að tölur evrópsku hagfræðistofnunarinnar um umframdauðsföll í álfunni á árinu 2024 skipa Íslandi þriðja árið í röð í hóp þeirra þjóða sem hæst hafa umframdauðsföllin. Greinin fer í heild sinni hér á eftir:

Hvers vegna dregur Landspítalinn úr upplýsingagjöf?

Evrópska hagfræðistofnunin (Eurostat) hefur birt tölur um fjölda látinna á árinu 2024 borið saman við reynslu áranna fyrir COVID-19. Ísland leiðir Evrópuþjóðirnar með hlutfall umframdauðsfalla árin 2022 og 2023 og í öðru sæti 2024. Súluritin sýna hörmulega stöðu Íslands í samanburði við þjóðirnar á meginlandinu. Af hvaða ástæðum Samfylkingin taldi ástæðu til að verðlauna þennan skelfilega árangur sóttvarna með því að gera fyrrverandi landlækni að heilbrigðisráðherra er hulin ráðgáta.

Slakur árangur landsins á sviði sóttvarna hefur fleiri birtingarmyndir heldur en hátt hlutfall umframdauðsfalla í samanburði við nágrannalöndin. Talið var tilefni til sérstakrar íslenskrar rannsóknar á vegum Landspítalans undir heitinu „Áhrif Covid-19 bólusetningar á hjartastarfsemi með aðaláherslu á sjúkdóma í gollurhúsi, hjartavöðva eða hjartsláttartruflanir“. Ákvörðun um rannsóknina kemur ekki á óvart þegar horft er til fjölgunar hjartatengdra aðgerða á spítalanum. Ígræðslum bjargráðs sem ætlað er að meðhöndla hraðar og lífshættulegar hjartsláttartruflanir hefur fjölgað um 71% á árunum 2023 og 2024 frá meðaltali áranna 2018 og 2019. Gangráðsígræðslum hefur á sama tíma fjölgað um 14%. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur landsmönnum fjölgað um 10% frá 2019.

Japanskir vísindamenn hafa staðfest tengsl á milli bólusetninga og krabbameins í stærstu rannsókn til þessa á skaða af völdum kóvid mRNA bóluefnanna. Gagnagrunnur með öllum 123 milljónum Japana lá undir í rannsókninni en Japanir eru ein bólusettasta þjóð heimsins. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að dauðsföllum af völdum krabbameins fjölgaði ekki í Japan fyrr en með tilkomu fjöldabólusetninganna. Rannsóknin tekur af allan vafa um að umframdauðsföllin í Japan megi rekja beint til skaða af völdum bóluefnanna en ekki til veirunnar.

Niðurstöður Japönsku rannsóknarinnar endurspeglast í hérlendum tölum því dánarmeinaskrá landlæknis upplýsti að dauðsföllum af völdum illkynja æxla á Íslandi fjölgaði um 9% á árinu 2022. Illkynja æxli í blöðruhálskirtli dró 21% fleiri til dauða en á fyrra ári, eitilæxli 17%, mergæxli 40%, æxli í brisi 23% og dauðsföllum af völdum hvítblæðis fjölgaði um 33% frá fyrra ári.

Krabbameinsfélagið upplýsir að fimm ára uppsöfnuðum nýjum tilfellum krabbameins í brjósti hefur fjölgað um 20,3%, krabbameinum í nýrum beggja kynja hefur fjölgað um 39,6% og eitilfrumuæxlum fjölgað um 26,5%. Nýjum tilvikum krabbameins í blöðruhálskirtli á árunum 2019 til 2023 fjölgaði um 30% borið saman við fimm árin þar á undan.

Auk fjölgunar hjartameina og fjölgun krabbameinsgreininga í kjölfar bólusetninganna með mRNA kóvid efnunum hefur fæðingum fækkað ár frá ári eftir að bólusetningarnar gegn Covid-19 hófust. Rannsóknir benda til að ástæðuna sé helst að rekja til skaða af völdum efnanna á æxlunarfæri beggja kynja.

Lesandanum er látið eftir að geta sér til um ástæður þess að Landspítalinn hefur nú stytt mánaðarlega tölulega upplýsingagjöf um starfsemina úr 27 blaðsíðum í 20 bls. Meðal upplýsinga sem ekki eru lengur í starfsemisupplýsingum Landspítalans eru tölur um fjölda aðgerða í hjartaþræðingu ásamt tölum um maga- og ristilspeglanir. Getur verið að stjórnendur spítalans telji að hægt sé að fela alvarlegan skaða af völdum bóluefnanna fyrir landsmönnum? Allt of margar fjölskyldur hafa séð á bak ástvinum eða eiga við eftirköst alvarlegra aukaverkana af völdum efnanna að etja til að það megi takast.

Þegar horft er til stöðu Íslands meðal Evrópuþjóða með hvað hæst hlutfall umframdauðsfalla ár eftir ár ásamt tölum um fjölgun hjartaskaða og krabbameina sem ekki er unnt að skýra með tilliti til tímasetningar án þess að horfa til mikillar þátttöku landsmanna í bólusetningum með COVID-19 efnunum verður að telja með ólíkindum að enn sé verið að halda efnunum að eldri borgurum á Íslandi auk einstaklinga í áhættuhópum. Bólusetningum er fram haldið þrátt fyrir að landlæknir kynni á heimsíðu embættisins að bóluefnið hvorki hindri smit eða komi í veg fyrir sýkingu. Landlækni láist að geta þess á upplýsingasíðunni að rannsóknir staðfesta að eftir því sem fleiri örvunarbólusetningar eru þegnar aukast líkur þess bólusetta á að sýkjast af Covid. Það er veikinni sem bóluefninu var ætlað að verja viðkomandi fyrir.

Að teknu tilliti til slaks árangurs landlæknis og núverandi heilbrigðisráðherra við að vernda heilbrigði landsmanna mun það ekki koma höfundum á óvart þó Ísland verði síðast landa til að hætta notkun mRNA efnanna. Auk skipunar fyrrverandi landlæknis sem heilbrigðisráðherra veldur þar mestu furðulegt tómlæti þingmanna þjóðarinnar sem ekki skynja tilefni til að spyrjast fyrir um ástæður þess að mun fleiri landsmenn hafi látist ótímabærum dauðdaga á liðnum árum en féllu af styrjaldarástæðum í seinni heimsstyrjöldinni. Ekki bólar á forvitni þingmanna um ástæður umframdauðsfallanna hérlendis í samanburði evrópsku hagfræðistofnunarinnar. Nú er hún Snorrabúð stekkur sagði listaskáldið um fallandi frægð Alþingis og eiga orð skáldsins einkar vel við þegar horft er til núverandi þings.Umframdauðsföll 2022 til 2024


Fylgni aukinnar grímunotkunar og umframdauðsfalla Evrópuþjóða

Niðurstöður rannsóknar meðal 24 Evrópuþjóða með mannfjölda yfir einni milljón sýna tölfræðilega marktæka fylgni á milli aukinnar grímunotkunar og hækkaðrar aldursleiðréttrar dánartíðni. Ekki var unnt að greina í rannsókninni að aukin grímunotkun fækkaði Covid smitum. Rannsakendur varpa fram hugsanlegum skýringum á því hvers vegna dánartíðnin vex með aukinni grímunotkun. Ein tilgátan er sú að notkun grímu geti leitt til aukinnar dánartíðni hjá COVID-19 sjúkum með því að stuðla að endurinnöndun veirunnar.Grímur og umframdauðsföll


Landinn blekktur, toppnum náð

Aðdragandinn að skyndilegum starfslokum Þórólfs Guðnasonar fyrrverandi sóttvarnalæknis sést í skýrara ljósi í grein sem við Helgi Örn skrifum í Morgunblaðið í dag. Í greininni rekjum við hvernig tölur Embættis landlæknis um látna af völdum Covid-19 á árinu 2022 eru allt aðrar og hærri en þær sem Landspítalinn gefur upp af völdum sjúkdómsins á þessum mánuðum. Með því að bera saman tölur látinna á LSH af völdum sjúkdómsins við tölur landlæknis sést glögglega hvernig landlæknir leyndi staðreyndinni um að á vormánuðum 2022 létust fjöldi einstaklinga af völdum bóluefnanna. Greinin fer í heild sinni hér á eftir:

Þar sem nú eru liðin þrjú ár frá dánarvorinu 2022, þegar fjöldi þeirra sem létust af völdum COVID-19 náði hæstum hæðum samkvæmt tölum landlæknis, er ekki úr vegi að rýna tölurnar sem afhjúpa blekkinguna sem þáverandi landlæknir, Alma D. Möller og núverandi heilbrigðisráðherra, ákvað að grípa til í því skyni að hylja eyðileggingarslóð COVID-19 mRNA efnanna. Blekkinga sem leiddu til ótímabærra starfsloka Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis samkvæmt fréttatilkynningu embættisins 12. maí 2022. Með því að bera saman tölur um andlát af völdum COVID-19 á heimasíðu Landspítalans og heimasíðu Embættis landlæknis sést að á árinu 2020 þegar fyrstu covid-veikindin gerðu vart við sig létust 30 einstaklingar. Þar af 25 á Landspítalanum. Á árinu 2021 létust 6 einstaklingar samkvæmt tölum landlæknis og virðast allir hafa látist á Landspítalanum. Flest andlát sem skráð voru af völdum sjúkdómsins á árunum 2020 og 2021 eiga sér því stað innan veggja Landspítalans.

Í vetrarbyrjun 2021 hefjast örvunarbólusetningar með mRNA efnunum í kjölfar frumbólusetninganna tveggja, vor og sumar 2021. Landspítalinn hætti að veita upplýsingar um andlát einstaklinga með COVID-19 í september 2022 en frá janúar til og með 11. september létust 46 af völdum sjúkdómsins á spítalanum. Yfir sömu mánuði greinir landlæknir frá 191 dauðsfalli af völdum COVID-19. Samkvæmt því ber landsmönnum að trúa að 145 (191-46) einstaklingar hafi látist af völdum COVID-19 utan Landspítalans á fyrstu 9 mánuðum ársins 2022. Að 76% dauðsfalla af völdum COVID-19 á níu mánaða tímabili 2022 hafi átt sér stað utan veggja Landspítalans er útilokað með öllu.

Þórólfur Guðnason fyrrverandi sóttvarnalæknir var ekki tilbúinn um mánaðamótin apríl/maí 2022 til að fara að vilja landlæknis með því að greina rangt frá tölum um dauðsföll af völdum COVID-19. Eins og Þórólfur rekur í fréttatilkynningum frá þessum tíma brýndi hann lækna um að tilkynna sér sem sóttvarnalækni einungis um dauðsföll af völdum COVID-19 en þarna eru læknarnir komnir í vandræði með að skrá andlátin af völdum bóluefnanna. Almenningur þekkir af sjónvarpsfréttum hvernig læknir sem taldi rétt að skrá bóluefnin sem dánarorsök í fjórum tilvikum 2023 var tekinn til sérstakrar rannsóknar af hálfu Embættis landlæknis. Staðan sem landlæknir stillir Þórólfi upp fyrir sést best á því að á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2022 til starfsloka Þórólfs létust 33 einstaklingar á Landspítalanum af völdum COVID-19. Í töflu landlæknis er greint frá 114 dauðsföllum til viðbótar sem sögð eru vera af völdum COVID-19 á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2022 og því samtala dauðsfalla af völdum sjúkdómsins 147 að tölu.

Eins og fréttatilkynningar sóttvarnalæknis frá mars og apríl 2022 bera með sér var fagleg ástæða starfsloka Þórólfs, ári fyrir sjötugt, sú að hann var ekki tilbúinn til að taka þátt í blekkingarleiknum sem þá fór í hönd og stendur enn. Það er að bóka dauðsföllin af völdum mRNA bóluefnanna sem væru þau af völdum COVID-19. Fjórum dögum eftir að Þórólfur sagði starfi sínu lausu birtist þriðja fréttin á stuttum tíma um „Andlát á Íslandi af völdum COVID-19“ þar sem greint var frá að við yfirferð dánarvottorða hafi fundist 53 dauðsföll vegna COVID-19 sem ekki var getið í frétt sóttvarnalæknis frá 28.4. 2022.Dagl fjo nyinnl LSH


Bóluefnin björguðu ekki milljónum mannslífa. Hið gagnstæða er raunin

Niðurstöður rannsóknar í vísindaritinu Journal of Clinical Trials staðfesta að dánartíðni bólusettra á árinu 2021 var 14,5% hærri en þeirra óbólusettu. Niðurstöðurnar kollvarpa rannsóknum sem segja að bóluefnin hafi bjargað milljónum mannslífa. Fyrir stjórnendur heilbrigðiskerfisins er það áfall að geta ekki lengur með vísan til rannsóknarniðurstaðna gripið til fullyrðingarinnar um að bóluefnin hafi bjargað milljónum þegar réttlæta þarf alvarlegar aukaverkanir og skaðann af völdum bóluefnanna gegn Covid sem blasa við landsmönnum.Journal of Clinical Trials


Upplýst samþykki heyrir brátt sögunni til

Vísindamenn við McMaster háskólann í Kanada, sem fjármagnaður er m.a. af stofnun fyrrverandi hjóna Bill og Melindu Gates, hafa hafið annars stigs klíníska rannsókn á Covid „bóluefni“ í formi innöndunarlyfs (AeroVax). Lyfinu er ætlað að gagnast einstaklingum sem haldnir eru sprautufælni. Jafnframt vonast höfundar lyfsins eftir virkari vörn gegn SARS-CoV-2 veirunni með því að úðinn við innöndun veki ónæmisviðbrögð í lungum og efri öndunarvegi sem er farvegur veirunnar. En eins og kemur fram á heimasíðu Embættis landlæknis hefur mRNA Covid bólusetning „ekki reynst mjög gagnleg til að hindra smit til eða frá bólusettum einstaklingi.“ Tortryggni gætir í garð nýja innöndunarlyfsins þar sem auðveldlega má dreifa lyfinu í formi úða meðal almennings hvort heldur hann vill „bólusetningu“ gegn Covid með mRNA úðanum eður ei. Ljóst er að upplýst samþykki almennings fyrir ónæmisvörn sem ákveðin er af heilbrigðisyfirvöldum heyrir brátt sögunni til.Needle free aerosol covid vax


Löggjöf um dánaraðstoð í farvatninu hjá Bretum

Eftir nefndarmeðferð frumvarps í breska þinginu sem heimilar dánaraðstoð er ekki lengur gert ráð fyrir aðkomu dómara að ákvörðun um dánaraðstoð eins og frumvarpið gerði þegar því var vísað til nefndar. Talið er að heimild tveggja lækna án aðkomu dómara til dánaraðstoðar muni fjölga þeim einstaklingum sem nái að nýta sér úrræðið. Þeir sem hafa efasemdir um réttmæti heimilda til dánaraðstoðar vísa gjarnan til þróunarinnar í Kanada um hvert kunni að stefna ef dánaraðstoð verður heimiluð að lögum. Í Kanada var dánaraðstoð (medical assistance in dying - MAID) heimiluð 2016 fyrir einstaklinga sem haldnir voru banvænum sjúkdómi. Heimildin var rýmkuð 2021 og er ekki lengur gerð krafa um að sjúkdómurinn sé banvænn auk þess sem öryrkjum var gert mögulegt að nýta ákvæðið samkvæmt nánari reglum. Að óbreyttu mun andlega sjúkum gert kleift að njóta dánaraðstoðar í Kanada frá mars 2027. Kannanir sýna helming þjóðarinnar hlynntan frekari rýmkun heimilda. Jafnvel að nái til ástæðna fátæktar eða heimilisleysis. Á árinu 2023 er talið að MAID hafi náð til 5% dauðsfalla, eða 15.300 af 320.000. Áætlað er að taki svipaðar reglur og í Kanada gildi í Englandi og Wales muni á bilinu 6.000 til 17.000 einstaklinga nýta sér heimild til dánaraðstoðar árlega. Árlega látast liðlega 2.500 Íslendingar og því ljóst að Kanadískt fyrirkomulag hérlendis gæti leitt til dánaraðstoðar yfir 100 einstaklinga.

Samkvæmt heimasíðu Lífsvirðingar er dánaraðstoð heimil að lögum í átta Evrópulöndum; Sviss, Hollland, Belgía, Lúxemborg, Þýskaland, Spánn, Austurríki og Portúgal. Dánaraðstoð er leyfð í 11 fylkjum Bandaríkjanna ásamt Kólumbíu, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjáland, Kúbu og Ekvador. Viðhorf Íslendinga til dánaraðstoðar var kannað af Maskínu fyrir Siðmennt fyrir 10 árum með spurningunni: „Ert þú hlynntur eða andvígur því að einstaklingur geti fengið aðstoð við að binda endi á líf sitt ef hann er haldinn banvænum sjúkdómi (líknandi dauði)?“. Þá voru 75% hlynntir, 7% andvígir en 18% óákveðnir. Stuðningur almennings við dánaraðstoð hefur haldist óbreyttur frá 2015 í þremur könnunum sem framkvæmdar voru á árunum 2019, 2022 og 2023. Stuðningur bæði lækna og hjúkrunarfræðinga hér á landi hefur farið vaxandi við dánaraðstoð.

Í greinargerð með þingsályktunartillögu sem lögð var fram á Alþingi 8.2. s.l. þar sem heilbrigðisráðherra er falið að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimili dánaraðstoð kemur fram að hliðstæðrar viðhorfsbreytingar til dánaraðstoðar gæti meðal heilbrigðisstarfsmanna í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og hér á landi. Upplýsingar um viðhorf heilbrigðisstarfsmanna í Danmörku til dánaraðstoðar liggur ekki fyrir samkvæmt greinargerðinni. Í greinargerðinni er lögð áhersla á mikilvægi strangra skilyrða sem forsendu dánaraðstoðar og vísað í þeim efnum til Hollenskra forsendna sem þykja ströng.Dánaraðstoð þingsályktun


Næsta síða »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband