Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2024

Dr. Aseem Malhotra hjartalæknir nefnir hegningarlögin

Fjölmiðill beindi fyrirspurn til Sóttvarnastofnunar USA (CDC) á grundvelli upplýsingalaga um tíðni hjartavöðvabólgu í kjölfar covid bólusetninga. Svar CDC var 148 bls. á lengd. Hvert einasta orð í skjalinu var yfirstrikað og því ólæsilegt.

Þykir svarið lýsa hroka og forherðingu sóttvarnayfirvalda og vera vitnisburð um takmarkaða virðingu fyrir upplýsingalögum. En með svarinu staðfestist grunur fjölmiðilsins. Hjartavöðvabólga sem alvarleg aukaverkun covid mRNA er staðreynd.

Fjölgar nú hratt í hópi sérfræðinga og lækna sem telja óhjákvæmilegt að hætta tafarlaust notkun efnanna. Dr. Aseem Malhotra hjartalæknir fjallaði um mikla fjölgun krabbameinstilvika sem rekja má til mRNA bóluefnanna. Í klippunni kallar hann eftir tafarlausri stöðvun á notkun efnanna og verði það ekki gert sé um saknæmt athæfi að ræða.Malhotra stodvun notkun efnanna


Heilbrigðisráðherra með bundið fyrir bæði augu

Aðeins eru tveir mánuðir til WHO fundarins þar sem aðildarþjóðirnar munu samþykkja nýjan faraldurssáttmála ásamt breytingum á reglum WHO. Breytingar sem munu FÆRA FARALDURSÁKVARÐANIR frá aðildarþjóðum til WHO og gefa stofnuninni völd til að taka ákvörðun um og fyrirskipa m.a.:

  • Bólusetningar
  • Notkun rafrænna bóluefnaskilríkja
  • Sóttkví og/eða einangrun
  • Takmörkun á ferðafrelsi
  • Hindra för yfir landamæri

Það er með miklum ólíkindum að hverfandi umræða á sér stað á Íslandi um áhrifin sem breytingarnar á reglum WHO kunna að hafa á líf landsmanna. Tedros forstjóri WHO endurtekur við hvert tækifærið á eftir öðru ranga fullyrðingu þess efnis að breytingarnar muni ekki fela í sér framsal ákvarðana um faraldursviðbrögð frá aðildarlöndum til stofnunarinnar.

Af eftirfarandi svari heilbrigðisráðherra frá 27.11.23 við fyrirspurn þingmanns um breytingar á reglum WHO og efni nýja sáttmálans má ráða að forstjóranum hefur tekist að blekkja íslensk heilbrigðisyfirvöld.

„Ég get hins vegar fullyrt varðandi það sem hefur kannski verið í umræðunni um að stjórn heilbrigðismála sé með einhverju marki með þessari reglugerð komin yfir til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á þeim ákvörðunum sem við tökum hér í íslensku heilbrigðiskerfi, að það er það ekki þannig. Það er ekki þannig. Stefnumótunin á sér ekki stað þar. Stefnumótunin á sér stað hér og við fylgjum henni og við fylgjum íslenskri stjórnarskrá og við fylgjum íslenskum lögum og við tökum ákvarðanir hér á Alþingi um það sem við viljum sjá í íslensku heilbrigðiskerfi. Það er staðfest og ég hef spurt eftir því.”

Eins og ofangreind tilvitnun í ræðu heilbrigðisráðherra ber með sér er ekki annað að sjá en hann fljóti sofandi að feigðarósi.Brownstone fyrirsogn WHP false claims


Hagstofan má ekki smitast af landlæknisembættinu

Undir engum kringumstæðum má Hagstofa Íslands smitast af talnaóreiðunni sem einkennir embætti landlæknis sem framleiðanda hagtalna.

Því miður virðast smitáhrifa gæta þegar ný frétt Hagstofu Íslands frá 21.3 s.l. um mannfjöldaþróun á síðasta ári er skoðuð. Þar má sjá að landsmenn voru 383.726 um áramót. Í fréttinni er EKKI að finna tölur um fjölda fæddra eða látinna. Hliðstæð frétt sem birt var 20.1.23 eða fyrir rúmu ári greindi frá fjölda fæddra og látinna. Að hagstofan birtir ekki tölur sem þeir hafa undir höndum og birt í janúar á liðnum árum vekur spurningar. Það vefst ekki fyrir milljónaþjóðum nágrannalandanna að birta upplýsingar fljótlega eftir lok hvers ársfjórðungs um fæðingar og andlát.

Stjórnendur embættis landlæknis hafa orðið uppvísir að hagræðingu talna með afturvirkum hætti um fjölda covid greindra í fréttabréfi sóttvarnalæknis um öndunarfærasýkingar. Getur verið að embætti landlæknis hafi freistast til að hagræða fleiri tölum í því skyni að fela eyðileggingarslóð bóluefnanna? Mikið er í húfi fyrir hagstofuna að halda trausti innan lands sem utan sem opinber framleiðandi hagtalna á Íslandi. Trúverðugleiki embættis landlæknis hefur beðið hnekki og stjórnendur Hagstofu Íslands verða að gæta að orðspori stofnunarinnar sem undir engum kringumstæðum má smitast af landlæknisembættinu.

Klippan er af frétt Hagstofu Íslands í janúar í fyrra:Hagstofa mannfjoldi frett 200123 gult


Dr. William Makis um veikindi Kate Middleton

Prinsessan af Wales greindi á dögunum frá veikindum sínum. Dr. William Makis læknir og sérfræðingur á sviði ónæmis, krabbameins og röntgenlækninga deildi hugleiðingum sínum um veikindi prinsessunnar með áskrifendum. Þar sem tölvupósturinn er á bak við greiðsluvegg tók ég mér það bessaleyfi að klippa það helsta úr póstinum fyrir þau ykkar sem áhuga hafa:Kate 1

Kate 2

Kate 3

Kate 4

Kate 5

Kate 6

Kate 7

Kate 8


Afturvirk hagræðing talna

Landsmenn eru furðu lostnir eftir að hafa séð hvernig embætti landlæknis hefur hagrætt vikulegum tölum um fjölda covid greindra með afturvirkum hætti. Engum dylst að blekkt er af ásetningi.

Að Landlæknisembættið verði uppvíst að slíkum gjörningi er þeim mun alvarlegra þar sem stofnunin er „viðurkenndur opinber hagskýrsluframleiðandi sem framleiðir opinbera tölfræði á sviði lýðheilsu og heilbrigðisþjónustu“ svo notað sé orðalag úr fréttatilkynningu Hagstofunnar og Landlæknisembættisins frá 24. mars 2023. Í fréttatilkynningunni er greint frá samkomulagi stofnananna og að Hagstofan muni styðja við framleiðsluna þannig að hún uppfylli meginreglur í evrópskri hagskýrslugerð. „Markmið samstarfsins er að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og miðla hagtölum sem byggja á umræddum skuldbindingum með viðeigandi hætti til notenda.“Frett Hagstofan i samstarf vid landlaekni 23032023

 


FDA tapar Ivermectin stríðinu – lyfið gagnast gegn krabbameini

Frétt í Epoch Times greinir frá áhrifaríkri reynslu af notkun Ivermectin gegn krabbameini. Höfundar lyfsins fengu Nóbelsverðlaunin 2015 fyrir lyfið vegna lækningamáttar þess gegn sníkjudýrum og gagnsemi í baráttu við ýmsa hitabeltissjúkdóma. Sextíu ár voru þá liðin frá því að Nóbelsverðlaunin höfðu verið veitt fyrir uppgötvun lyfs.

Þetta er lyfið sem hefði gagnast heiminum gegn covid veirunni. Þar sem efnið stóð í vegi fyrir neyðarleyfisveitingu covid mRNA efnanna gripu lyfjaframleiðendur til þess ráðs að gera efnið bæði tortryggilegt og hættulegt.

Hversu margir Íslendingar væru enn á lífi hefði efnið fengist ávísað af læknum hérlendis munum við aldrei vita af nákvæmni. Ivermectin er ennþá talað niður á heimasíðu Lyfjastofnunar.

Samfara fjölgun krabbameinstilvika hér á landi og mikilli fjölgun dauðsfalla af völdum illvígs krabbameins samkvæmt dánarmeinaskrá embættis landlæknis er skelfilegt til þess að vita að læknum verði áfram gert ókleift að ávísa lyfinu til að þóknast fjárhagslegum hagsmunum hluthafa lyfjaframleiðenda.

Frést hefur af kynningarfundi fyrir lækna með innfluttum fyrirlesara fyrir ekki alls löngu sem gagngert var haldinn til að tala Ivermectin niður og tryggja að læknum liði vel með að neita skjólstæðingum sínum um lyfið.

Því er við að bæta að FDA var að ná samkomulagi við lækna sem höfðuðu mál gegn stofnuninni vegna íhlutunar hennar í ákvörðun lækna um meðferðarúrræði sjúklingum til handa með því að koma í veg fyrir eða gera nánast ómögulega ávísun þeirra á Ivermectin sem meðferð við covid. Að FDA hafi tapað stríðinu sem það hefur háð gegn notkun Ivermectin í Bandríkjunum kemur væntanlega til með að hafa áhrif í Evrópu. Vonandi skilar þessi niðurstaða sér sem fyrst til heilbrigðisyfirvalda á Íslandi. Þar til það gerist halda íslenskir krabbameinssjúklingar áfram að fara á mis við hugsanlegan lækningamátt Ivermectin.

Ivermectin virkni gegn krabba

Ivermectin gegn covid umsogn pubmed

FDA tapar Ivermectin mali


Þegar FDA varar við bóluefni er vissara að leggja við hlustirnar

Eitthvað mikið hefur farið úrskeiðis þegar FDA (lyfjaeftirlitsaðilinn í USA sem ákveður hvort bóluefni fær markaðsleyfi) telur ástæðu til að greina frá rannsókn eigin sérfræðinga  sem sýnir fram á aukna hættu á heilablóðfalli í kjölfar samhliða bólusetningu gegn covid og inflúensu.

Að bjóða upp á sprauturnar á sama tíma var einmitt sá háttur sem viðhafður var í Laugardalshöllinni haustið 2022. Í október s.l. var bæði covid efninu og inflúensuefninu haldið að eldri borgurum með hliðstæðum hætti og áður. Sprautað var samtímis með báðum efnum. Aukin hætta á heilablóðfalli fannst einnig hjá þeim sem þáðu inflúensusprautuna en ekki covid mRNA sprautuna.

Klippan er úr niðurstöðum rannsóknarinnar og hvetur til þess að kostir þess að þiggja bólusetningu gegn inflúensu séu vegnir á móti aukinni hættu á heilablóðfalli. Að þessi setning hafi sloppið í gegn um nálarauga lyfjaeftirlitsaðilans vestra, sem allir vita að er í vasa lyfjaframleiðenda, er með miklum ólíkindum og sterkara merki um hættu af notkun bóluefnis munu seint sjást.FDA vega saman influensu avinning a moti aheattu

Epoch covi influ frett mynd


Umframdauðsföllin og siðareglur lækna

Því miður reyndist ég sannspár um dauðsföllin í janúar sem reiknuðust 26,8% af Eurostat og voru þau langhæstu í Evrópu. Landlækni reiknaðist til að umframdauðsföllin væru 11,6% og ekki hærri en fyrir ári síðan í janúar 2023. Færslan á Twitter frá 11. janúar fylgir að neðan:

Að 31 dánartilkynning birtist í Morgunblaðinu á einum og sama deginum (u.þ.b. 205 látast í meðalmánuði) er vísbending um að Covid mRNA bólusetningar landlæknisembættisins sem hófust um miðjan október verði mörgum landanum að aldurtila og að janúar 2024 bætist í hóp þeirra mánaða sem hafa hvað flest umframdauðsföllin. En hafa ber í huga að dauðsföllin af völdum mRNA efnanna eru einungis toppurinn á ísjakanum. Undir yfirborðinu er bóluefnaskaðinn sem hefur birtingarmyndir eins og bólgur í hjartavöðva, vaxandi nýgengi krabbameins auk þess að í vaxandi mæli verður þess vart að krabbamein tekur sig upp á nýjan leik.

Klippan er úr formála siðareglna lækna frá árinu 2021. Eru læknar að sýna faglega ábyrgð gagnvart skjólstæðingum, samfélagi og samstarfsfólki með því að þegja allir sem einn þunnu hljóði um skaðann á heilsu skjólstæðinga af völdum mRNA efnanna? Að læknarnir taki ekki höndum saman um að stöðva mRNA bólusetningarnar vitandi af gagnsleysi efnanna sem smitvarnar og þekkjandi rannsóknir sem sýna að líkur þeirra bólusettu á að veikjast á nýjan leik af Covid aukast með hverri sprautu. Læknarnir verða að gera sér grein fyrir að með áframhaldandi þöggun um skaðsemi mRNA bóluefnanna verður stéttin senn rúin trausti landsmanna.Sidareglur laekna


Tvíbura vöggudauði

Fjórtán vikna (3,5 mánaða) tvíburastúlkur fundust látnar í vöggu tveimur dögum eftir að hafa þegið barnasprautur gegn mænusótt, barnaveiki, stífkrampa og kíkhósta auk inflúensu B (Hib). Tvíburarnir mældust með hita á fyrsta degi og var gefið paracetamol.SIDS TWINS


Þegar Kári og Þórólfur fóru bónleiðir til búðar

Áhugavert er að rifja upp atganginn hjá Kára Stefánssyni og Þórólfi Guðnasyni í desember 2020 við að betla bóluefni Íslandi til handa af Pfizer. Það vafðist ekki fyrir þeim að bjóða landsmenn fram til hjarðónæmisrannsóknar. Þeir vissu að bóluefnið sem nota átti var nýrrar gerðar, lítt sem ekkert prófað og óreynt. Þessi ásetningur Þórólfs gengur þvert á meginboðskap greinar sem hann ritaði í Læknablaðið 2018 en þar sagði hann:

Fá lyf undirgangast eins viðamiklar og strangar rannsóknir hvað öryggi og árangur varðar og bóluefni áður en þau eru tekin í almenna notkun. Áður en bóluefni eru sett á markað eru þau rannsökuð hjá mörg þúsund einstaklingum til að kanna árangur þeirra og öryggi. Þessar rannsóknir geta hins vegar misst af mjög sjaldgæfum aukaverkunum og því er einnig fylgst náið með hugsanlegum aukaverkunum bóluefna eftir að þau hafa verið tekin í almenna notkun. Með þessu móti er hægt að finna mjög sjaldæfar aukaverkanir og endurmeta notkun bóluefnanna.

Ástæða þess að Pfizer þáði ekki boðið um að nota Íslendinga sem tilraunadýr með mRNA efnið var að sögn Kára Stefánssonar að ekki greindust nægilega mörg covid smit á Íslandi. Svo vel hefði sóttvarnalækni tekist upp við smitvarnir.

Þrátt fyrir að Pfizer teldi Ísland ekki áhugavert til hjarðónæmisrannsókna vegna fárra covid smita vafðist ekki fyrir Kára og Þórólfi að boða landsmenn til alsherjar bólusetninga dag eftir dag í Laugardalshöllinni vor og sumar 2021. Nú vitum við að efnið sem dælt var í upphandleggi landsmanna var gagnslítið sem smitvörn og skaðlegt í ofanálag.

Liðin eru þrjú ár og í valnum liggja á sjöunda hundrað Íslendingar sem hlotið hafa ótimabæran dauðdaga fyrir tilverknað bóluefnanna. Þúsundir Íslendinga eiga við sjúkdóma að etja af völdum mRNA efnanna. Þrátt fyrir að flestum sé orðið ljóst gagnsleysið og skaðinn sem efnin geta valdið er haldið áfram að nota mRNA efnin.

Óskiljanlegt er að bólusetningar hafi hafist að nýju í október s.l. eftir hlé frá í apríl þvert á niðurstöður fjölda rannsókna sem staðfesta gagnsleysi efnanna sem smitvarnar og skaðsemi þeirra á heilsu landsmanna. Dauðsföllin sem fylgdu bólusetningunum í október komu engum á óvart nema ef til vill stjórnendum embættis landlæknis. Vegna mikils fjölda dauðsfalla í beinu framhaldi bólusetninganna greip sóttvarnalæknir til þess ráðs að breyta tölum um covid greinda og tvöfalda fjölda þeirra afturvirkt til viku 35. Þetta má sjá í fréttabréfi sóttvarnalæknis sem birt var 7. desember s.l. vegna viku 48.

Hvað getur valdið því að trúnaðarmenn landsmanna í embættum landlæknis og sóttvarnalæknis haga ekki störfum sínum í þágu heilsu almennings í landinu? Hvers vegna er ekki farið að bestu framkvæmd um notkun nýrra bóluefna eins og lýst er í grein Þórólfs Guðnasonar frv. sóttvarnalæknis í Læknablaðinu 2018?

Þessar rannsóknir geta hins vegar misst af mjög sjaldgæfum aukaverkunum og því er einnig fylgst náið með hugsanlegum aukaverkunum bóluefna eftir að þau hafa verið tekin í almenna notkun. Með þessu móti er hægt að finna mjög sjaldæfar aukaverkanir og endurmeta notkun bóluefnanna.

Fortune Iceland as herd immunity study

Iceland review Pfizer study 2021

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband