Leita í fréttum mbl.is

Verður hjartastuðtæki jólagjöfin í ár?

Hvers vegna er fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, í góðu formi og fílhraustur, að koma sér upp hjartastuðtæki á heimilinu? Ekki er ólíklegt að kaupin á hjartastuðtæki til heimilsnota tengist miklum fjölda skyndidauðsfalla. Um heim allan og oft í beinni útsendingu detta afreksmenn í íþróttum dauðir niður. Látast svonefndum „skyndidauða“. Keppst er við að halda því fram að um „eðlileg“ dauðsföll sé að tefla. Hlekkurinn leiðir á skrá yfir 2.066 íþróttamenn með alvarlegan hjartaskaða, af þeim eru 1.446 látnir frá upphafi Covid bólusetninganna.jolagjofin 2024

Skyndidaudsfoll ithrottamanna


Fyrr má nú rota

Við hjónin eigum farseðla með Icelandair til Orlando sem kostuðu USD 1.018 með sköttum og gjöldum um mitt síðasta ár. Nú stendur hugur okkar til að flýta för okkar til Florida um hálfan mánuð. Athugun leiðir í ljós að til að breyta miðunum þurfum við að greiða Icelandair 171.000 eða USD 1.220. Breyting á miðunum tvöfaldar fargjaldið til Orlando. Á vef Icelandair má sjá að séu farseðlar keyptir í dag kosta miðarnir það sama á báðum dagsetningum. Það er því Icelandair að „kostnaðarlausu“ að breyta miðunum. Að sjálfsögðu er eðlilegt sem fyrr að hófleg greiðsla sé innt af hendi fyrir breytingar á farseðlum. En fyrr má nú rota en dauðrota eins og gömul kona hafði á orði þegar henni blöskraði.


Heilbrigðisstarfsmenn afþakka mRNA - þingmenn krefjast gagna um dauðsföll

Framlínustarfsmenn í breskri heilbrigðisþjónustu sýndu covid mRNA örvunarsprautu vetrarins takmarkaðan áhuga. Einungis 28,4% hjúkrunarkvenna þáðu sprautu. Athygli vekur að 60,5% lækna ákváðu að þiggja ekki mRNA efnið. Yfir heildina afþökkuðu 69,4% heilbrigðisstarfsmanna bóluefnið. Landlæknir hefur ekki greint frá móttökum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna við boði um örvunarbólusetningu vetrarins.

The Telegraph greinir frá erindi hóps breskra þingmanna til bresku hagstofunnar (ONS) þess efnis að upplýsingagjöf um dauðsföll verði breytt þannig að unnt verði að nota tölurnar til að leggja mat á öryggi covid mRNA efnanna og smitvarnarmátt. Að The Telegraph hafi breytt um stefnu og birti nú dag eftir dag fréttir sem tengjast skaðsemi covid bóluefnanna markar kaflaskil á Bretlandseyjum. Það væri eins og Morgunblaðið og Ruv ryfu þagnarmúrinn um skaðsemi bóluefnanna sem við landsmönnum blasa hérlendis.IMG_0535

UK erindi thingm til ONS


Gullæði lyfjaframleiðenda í kjölfar setningu skaðleysislaganna 1986

Öldungardeildarþingmaðurinn Ron Johnson stóð nýlega fyrir hringborðsumræðu vestra sem vakið hefur athygli og umræðu. Á málþinginu var rætt um „heilbrigðisstofnanir alríkisstjórnarinnar (CDC, FDA og NIH) og covid lyfjaframleiðendur (covid cartel):...

Fjölgun látinna ungbarna og andvanafæddra

Singapore er meðal þeirra landa í heiminum þar sem bólusetningarþekja covid mRNA efnanna er hvað mest og er þar í hópi þjóða með Íslandi og Norðurlöndunum. Tölur fyrir árið 2023 sýna að dauðsföllum ungbarna (látast í fæðingu eða innan 7 daga samkvæmt...

Brettið upp ermina – sprauta nr. 9 er á leiðinni

Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna CDC samþykkti í vikunni að mæla með 9 covid sprautunni (7 örvunarsprautunni) við eldri borgara þar sem CDC telur þá í aukinni hættu á alvarlegum veikindum af völdum veirunnar . Athygli vekur að sprautu 7 er ætlað að virka...

Danmörk hætti notkun AstraZeneca vegna blóðtappa í mars 2021

Til þessa hafa meginstraumsmiðlar í Bretlandi lítt eða ekki greint frá efasemdum í garð covid bóluefnanna og hvað þá hugsanlegum skaða af þeirra völdum. Það þótti því marka kaflaskil á Bretlandeyjum þegar dagblaðið The Telegraph, sem er meðal mest lesnu...

« Fyrri síða

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband