Leita í fréttum mbl.is

Dr. Aseem Malhotra hjartalæknir nefnir hegningarlögin

Fjölmiðill beindi fyrirspurn til Sóttvarnastofnunar USA (CDC) á grundvelli upplýsingalaga um tíðni hjartavöðvabólgu í kjölfar covid bólusetninga. Svar CDC var 148 bls. á lengd. Hvert einasta orð í skjalinu var yfirstrikað og því ólæsilegt.

Þykir svarið lýsa hroka og forherðingu sóttvarnayfirvalda og vera vitnisburð um takmarkaða virðingu fyrir upplýsingalögum. En með svarinu staðfestist grunur fjölmiðilsins. Hjartavöðvabólga sem alvarleg aukaverkun covid mRNA er staðreynd.

Fjölgar nú hratt í hópi sérfræðinga og lækna sem telja óhjákvæmilegt að hætta tafarlaust notkun efnanna. Dr. Aseem Malhotra hjartalæknir fjallaði um mikla fjölgun krabbameinstilvika sem rekja má til mRNA bóluefnanna. Í klippunni kallar hann eftir tafarlausri stöðvun á notkun efnanna og verði það ekki gert sé um saknæmt athæfi að ræða.Malhotra stodvun notkun efnanna


Heilbrigðisráðherra með bundið fyrir bæði augu

Aðeins eru tveir mánuðir til WHO fundarins þar sem aðildarþjóðirnar munu samþykkja nýjan faraldurssáttmála ásamt breytingum á reglum WHO. Breytingar sem munu FÆRA FARALDURSÁKVARÐANIR frá aðildarþjóðum til WHO og gefa stofnuninni völd til að taka ákvörðun um og fyrirskipa m.a.:

  • Bólusetningar
  • Notkun rafrænna bóluefnaskilríkja
  • Sóttkví og/eða einangrun
  • Takmörkun á ferðafrelsi
  • Hindra för yfir landamæri

Það er með miklum ólíkindum að hverfandi umræða á sér stað á Íslandi um áhrifin sem breytingarnar á reglum WHO kunna að hafa á líf landsmanna. Tedros forstjóri WHO endurtekur við hvert tækifærið á eftir öðru ranga fullyrðingu þess efnis að breytingarnar muni ekki fela í sér framsal ákvarðana um faraldursviðbrögð frá aðildarlöndum til stofnunarinnar.

Af eftirfarandi svari heilbrigðisráðherra frá 27.11.23 við fyrirspurn þingmanns um breytingar á reglum WHO og efni nýja sáttmálans má ráða að forstjóranum hefur tekist að blekkja íslensk heilbrigðisyfirvöld.

„Ég get hins vegar fullyrt varðandi það sem hefur kannski verið í umræðunni um að stjórn heilbrigðismála sé með einhverju marki með þessari reglugerð komin yfir til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á þeim ákvörðunum sem við tökum hér í íslensku heilbrigðiskerfi, að það er það ekki þannig. Það er ekki þannig. Stefnumótunin á sér ekki stað þar. Stefnumótunin á sér stað hér og við fylgjum henni og við fylgjum íslenskri stjórnarskrá og við fylgjum íslenskum lögum og við tökum ákvarðanir hér á Alþingi um það sem við viljum sjá í íslensku heilbrigðiskerfi. Það er staðfest og ég hef spurt eftir því.”

Eins og ofangreind tilvitnun í ræðu heilbrigðisráðherra ber með sér er ekki annað að sjá en hann fljóti sofandi að feigðarósi.Brownstone fyrirsogn WHP false claims


Hagstofan má ekki smitast af landlæknisembættinu

Undir engum kringumstæðum má Hagstofa Íslands smitast af talnaóreiðunni sem einkennir embætti landlæknis sem framleiðanda hagtalna.

Því miður virðast smitáhrifa gæta þegar ný frétt Hagstofu Íslands frá 21.3 s.l. um mannfjöldaþróun á síðasta ári er skoðuð. Þar má sjá að landsmenn voru 383.726 um áramót. Í fréttinni er EKKI að finna tölur um fjölda fæddra eða látinna. Hliðstæð frétt sem birt var 20.1.23 eða fyrir rúmu ári greindi frá fjölda fæddra og látinna. Að hagstofan birtir ekki tölur sem þeir hafa undir höndum og birt í janúar á liðnum árum vekur spurningar. Það vefst ekki fyrir milljónaþjóðum nágrannalandanna að birta upplýsingar fljótlega eftir lok hvers ársfjórðungs um fæðingar og andlát.

Stjórnendur embættis landlæknis hafa orðið uppvísir að hagræðingu talna með afturvirkum hætti um fjölda covid greindra í fréttabréfi sóttvarnalæknis um öndunarfærasýkingar. Getur verið að embætti landlæknis hafi freistast til að hagræða fleiri tölum í því skyni að fela eyðileggingarslóð bóluefnanna? Mikið er í húfi fyrir hagstofuna að halda trausti innan lands sem utan sem opinber framleiðandi hagtalna á Íslandi. Trúverðugleiki embættis landlæknis hefur beðið hnekki og stjórnendur Hagstofu Íslands verða að gæta að orðspori stofnunarinnar sem undir engum kringumstæðum má smitast af landlæknisembættinu.

Klippan er af frétt Hagstofu Íslands í janúar í fyrra:Hagstofa mannfjoldi frett 200123 gult


Dr. William Makis um veikindi Kate Middleton

Prinsessan af Wales greindi á dögunum frá veikindum sínum. Dr. William Makis læknir og sérfræðingur á sviði ónæmis, krabbameins og röntgenlækninga deildi hugleiðingum sínum um veikindi prinsessunnar með áskrifendum. Þar sem tölvupósturinn er á bak við...

Afturvirk hagræðing talna

Landsmenn eru furðu lostnir eftir að hafa séð hvernig embætti landlæknis hefur hagrætt vikulegum tölum um fjölda covid greindra með afturvirkum hætti. Engum dylst að blekkt er af ásetningi. Að Landlæknisembættið verði uppvíst að slíkum gjörningi er þeim...

FDA tapar Ivermectin stríðinu – lyfið gagnast gegn krabbameini

Frétt í Epoch Times greinir frá áhrifaríkri reynslu af notkun Ivermectin gegn krabbameini. Höfundar lyfsins fengu Nóbelsverðlaunin 2015 fyrir lyfið vegna lækningamáttar þess gegn sníkjudýrum og gagnsemi í baráttu við ýmsa hitabeltissjúkdóma. Sextíu ár...

Þegar FDA varar við bóluefni er vissara að leggja við hlustirnar

Eitthvað mikið hefur farið úrskeiðis þegar FDA (lyfjaeftirlitsaðilinn í USA sem ákveður hvort bóluefni fær markaðsleyfi) telur ástæðu til að greina frá rannsókn eigin sérfræðinga sem sýnir fram á aukna hættu á heilablóðfalli í kjölfar samhliða...

Umframdauðsföllin og siðareglur lækna

Því miður reyndist ég sannspár um dauðsföllin í janúar sem reiknuðust 26,8% af Eurostat og voru þau langhæstu í Evrópu. Landlækni reiknaðist til að umframdauðsföllin væru 11,6% og ekki hærri en fyrir ári síðan í janúar 2023. Færslan á Twitter frá 11....

Tvíbura vöggudauði

Fjórtán vikna (3,5 mánaða) tvíburastúlkur fundust látnar í vöggu tveimur dögum eftir að hafa þegið barnasprautur gegn mænusótt, barnaveiki, stífkrampa og kíkhósta auk inflúensu B (Hib). Tvíburarnir mældust með hita á fyrsta degi og var gefið...

Þegar Kári og Þórólfur fóru bónleiðir til búðar

Áhugavert er að rifja upp atganginn hjá Kára Stefánssyni og Þórólfi Guðnasyni í desember 2020 við að betla bóluefni Íslandi til handa af Pfizer. Það vafðist ekki fyrir þeim að bjóða landsmenn fram til hjarðónæmisrannsóknar. Þeir vissu að bóluefnið sem...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband