Fundaráætlun WHO (Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar) ber með sér að eigendurnir (Bill Gates og fl.) eru hvergi nærri af baki dottnir með áform um breyttar reglur stofnunarinnar (IHR) og nýjan faraldurssáttmála enda tókst þeim ekki að fá samþykki fyrir nema hluta þeirra breytinga sem hugur þeirra stóð til á ársfundinum fyrr í sumar. Í klippunni er upptalning þýðingarmikilla breytinga sem ekki fengu brautargengi vegna harðrar andstöðu hóps þjóða. Barátta landa sem koma vilja í veg fyrir framsal faraldursákvarðana til WHO, sem fámennur hópur fjármagnseigenda stjórnar, mun því halda áfram á næstu mánuðum.
Eigendur WHO leggja ofuráherslu á að klára breytingarnar fyrir hugsanleg forsetaskipti í Bandaríkjunum. Afstaða Íslands til breytinganna á reglum stofnunarinnar og nýs faraldurssáttmála sem voru á dagskrá ársfundar WHO fyrr í sumar hefur ekki verið látin uppi hérlendis svo vitað sé.
13.7.2024 | 07:51
Forstjóri CDC segir mRNA bóluefnin eitruð (toxic)
Robert Redfield, sem gengdi stöðu forstjóri CDC (Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna) þegar Covid-19 bóluefnin voru samþykkt til notkunar, staðfesti í vitnisburði fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hætturnar á alvarlegum aukaverkunum mRNA bóluefnanna. Gekk hann svo langt að nota orðið toxic (eitrað) í máli sínu. Jafnframt taldi hann að stærstu mistökin hefðu falist í að skylda einstaklinga í tengslum við störf eða nám til að taka bóluefnið. Það hefði aldrei átt að gera bóluefnin að skyldu. Redfield viðurkenndi að gaddapróteinið sem myndast fyrir tilstuðlan mRNA efnanna virki sem eitur fyrir líkamann sem leiði til sterkra ónæmisviðbragða. Sem læknir sagðist hann aldrei nota mRNA efnin á eigin læknastofu.
Á fundi þingnefndarinnar var m.a. komið inn á tilraunir með SARS-CoV-2 veiruna og sagðist fyrrverandi forstjóri CDC þeirrar skoðunar að veirunni hefði verið sleppt af ásetningi af rannsóknarstofunni. Frásögn af fundi þingnefndarinnar er í hlekknum.
12.7.2024 | 09:10
Hvað skýrir 10,5% fjölgun bótaþega að afstöðnum faraldri?
Súluritið sýnir þróun fjölda einstaklinga á endurhæfingarlífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 2019. Greiðslunum er ætlað að tryggja einstaklingi, sem getur ekki sinnt störfum á vinnumarkaði vegna slyss eða sjúkdóms, framfærslu meðan á endurhæfingu stendur. Til þess að eiga rétt á á endurhæfingarlífeyri þarf einstaklingurinn að vera í virkri starfsendurhæfingu og þar að auki að hafa tæmt veikindarétt hjá vinnuveitanda og fullnýtt bótarétt úr sjúkrasjóði stéttarfélags.
Covid-19 gekk nærri starfsþreki fjölda einstaklinga á fyrstu misserum flensunnar. Að ekki dragi úr fjölda þeirra sem eiga við veikindi að stríða þegar komið er fram á árið 2023 vekur spurningar. Hvernig má það vera að bótaþegum endurhæfingarlífeyris hjá TR fjölgi um 10,5% á milli áranna 2022 og 2023? Rétt er í þessu samhengi að minna á að hið tiltölulega meinlausa ómíkrón afbrigði Covid-19 tók yfir í ársbyrjun 2022 og næstum allir áttu að vera komnir með ónæmi, náttúrulegt eða ónæmi í framhaldi bólusetningar gegn sjúkdómnum. Þessi þróun er uggvænleg og kallar á skýringar.
Að benda á þrengdar úthlutunarreglur sjúkrasjóða stéttarfélaga vegna yfirvofandi sjóðþurrðar nægir ekki í þessu samhengi. Ljóst er að eitthvað mikið er að sem skekur fjárhagslegar undirstöður fjölmargra sjúkrasjóða verkalýðsfélaganna samfara mikilli fjölgun bótaþega TR.
Tímabært er, og þó fyrr hefði verið, að ráðherra heilbrigðismála dragi höfuðið upp úr sandinum og eigi hreinskilið samtal við stjórnendur embættis landlæknis þar sem skaðinn á heilsu landsmanna af völdum mRNA covid bóluefnanna verði viðurkenndur og viðbrögð yfirvalda byggi á þeirri staðreynd. Von ráðherrans og hans helstu trúnaðarmanna í stjórnsýslu heilbrigðismála um að skaðinn af völdum mRNA efnanna myndi fljótlega hverfa og gleymast er ekki að gerast. Ráðherranum til ævarandi minnkunar er að taka strútinn á umsóknir þeirra fjölmörgu bóluefnaskaðaðra sem reynt hafa að sækja bætur samkvæmt nýlegri lagasetningu.
11.7.2024 | 15:52
Er forsetinn bóluefnaskaðaður?
10.7.2024 | 13:56
Árafjöldinn sem covid mRNA sprautan kann að hafa kostað
9.7.2024 | 06:50
Lífslíkur mRNA bólusettra lækka um 37%
7.7.2024 | 21:54
Dánarlíkur enskra barna margfölduðust við mRNA sprautuna
7.7.2024 | 06:49
Falleinkunn
6.7.2024 | 09:30
Skyndidauði við skákborð
5.7.2024 | 06:06