Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Dánarlíkur Moderna bólusettra 50% hærri en Pfizer

Tékkneska hagstofan hefur svarað fyrirspurn um bólusetningarstöðu látinna á árunum 2020 til 2022. Steve Kirsch, verkfræðingur frá MIT og sá sem fann upp þráðlausu músina, hefur unnið með gögnin og teiknaði línuritið að neðan sem sýnir hlutfall látinna meðal þeirra sem þáðu tvær sprautur af Moderna á árinu 2021 í samanburði við þá sem þáðu tvær sprautur af Pfizer á árinu 2021. Sjá má á línuritinu að einstaklingar á aldrinum 46 til 69 ára (lárétti ásinn) sem þáðu Moderna voru liðlega 50% líklegri til að deyja af völdum bóluefnisins en þeir sem þáðu Pfizer. Öll vitum við nú orðið að Pfizer bóluefnið er bæði gagnslítið sem sýkingar- og smitvörn og hinn mesti skaðvaldur. Að Moderna væri svona miklu skaðlegra en Pfizer bóluefnið gegn covid hefur ekki farið hátt. Á Íslandi voru landsmenn sprautaðir 98.472 sinnum með Moderna. 91.936 sprautur 2021 og 6.536 sprautur 2022. Síðasta Moderna stunga sóttvarnalæknis í íslenskan upphandlegg átti sér stað 23. nóvember 2022.Moderna Pfizer samanburdur danarlikur bolusettra


90% af áætlaðri sölu BioNTech 2024 spáð á Q4

Afkomuspá BioNTech gerir ráð fyrir að 90% af sölutekjum ársins falli til á fjórða ársfjórðungi. Spáin er hluti af afkomutilkynningu fyrirtækisins fyrir fyrsta ársfjórðung sem sýndi sölusamdrátt upp á 86% miðað við sama fjórðung á árinu 2023. Helsta framleiðsluafurð BioNTech er covid mRNA bóluefnið sem það framleiðir í samstarfi við Pfizer og sem sóttvarnalæknir hefur notað við bólusetningar hér á landi.

Að fyrirtækið geri ráð fyrir að eftirspurn eftir mRNA bóluefni fyrirtækisins verði í líkingu við það þegar Covid-19 náði hápunkti bendir til að stjórnendur lyfjaframleiðandans viti af fyrirætlun um sleppingu á nýju skaðlegu afbrigði covid veirunnar. Fljótlega mun koma í ljós hvort landsmenn meti það áhættunnar virði að þiggja á nýjan leik bólusetningu með covid mRNA efni þar sem flestir hafa orðið vitni að skaða á heilsu ættingja, vina eða samstarfsmanna sem talið er að rekja megi til bóluefnanna.BioNTech q4 estimate


Að draga lærdóm af mistökunum

Umræða fer vaxandi um heim allan hverjir beri ábyrgð á Covid-19 og skaðanum sem fylgdi á heilsu almennings og á efnahag ríkja. Hvar ábyrgðin liggi á tilurð og notkun bóluefna sem í sumum löndum voru gerð sem næst að skyldu með því að gera bólusetningu að forsendu ferðafrelsis og forsendu náms eða starfs en sýndu sig að vera gagnslítil sem sýkingar- og smitvörn og orðið hafa milljónum að aldurtila og skaðað heilsu enn fleiri.

Íslenskur almenningur áttar sig á að hérlend stjórnvöld hafa litla vigt í umræðu um skynsemi tilrauna til að auka skaðsemi veira sem vitað er að eiga sér stað á misjafnlega öruggum rannsóknarstofum víða um heim. Því síður að stjórnvöld blandi sér í umræðu um hugsanlegar yfirhylmingar vísindamanna og ríkisstjórna í Bandaríkjunum og Ástralíu um uppruna veirunnar. Hvað þá að stjórnvöld séu þess umkomin að sækja lyfjaframleiðendur til ábyrgðar fyrir að falsa niðurstöður klínískra rannsókna og hylja slóð alvarlegra aukaverkana til að bóluefnin fengu neyðarleyfi lyfjaeftirlitsaðila.

Hins vegar ætlast þjóðin til;

  • að krufið verði til mergjar hvernig það gat atvikast að fjöldi tilkynninga um dauðföll tengd bólusetningum á árinu 2021 og 2022 hafi ekki leitt til endurskoðunar áforma um frekari bólusetningar
  • skýringa á því hvers vegna fjöldi ritrýndra vísindagreina í virtum fagtímaritum, sem sýna fram á alvarlegar aukaverkanir mRNA bóluefnanna, leiddu ekki til endurskoðunar bólusetningarstefnunnar
  • skýringa á því hvers vegna 9% fjölgun dauðsfalla af völdum illkynja æxla samkvæmt dánarmeinaskrá embættis landlæknis milli áranna 2021 og 2022 hringdu ekki viðvörunarbjöllum um frekari notkun mRNA efnanna
  • að fá röksemdir fyrir framhaldi bólusetninga þrátt fyrir að hlutfall umframdauðsfalla á Íslandi sé meðal þess hæsta mánuð eftir mánuð meðal Evrópuþjóða og hafandi sterkar vísbendingar um að mRNA efnin eigi hlut að máli
  • skýringa frá þingmönnum hvers vegna umframdauðsföllin, sem eru orðin ríflega tvöfalt fleiri en fjöldi þeirra Íslendinga sem féllu í valinn af stríðsástæðum í seinni heimsstyrjöldinni, séu ekki talin nægilegt tilefni til umræðu á hinu háa Alþingi
  • skýringa frá stóru fjölmiðlunum hvers vegna þeir sjái ekki ástæðu til að greina frá bóluefnaskaða þúsunda Íslendinga sem ganga bónleiðir til búðar við að sækja bætur á grundvelli lagasetningar um skaðbætur vegna bóluefna

Mikilvægt er að stjórnsýsluferlið sem leitt hefur til skaða á heilsu þúsunda Íslendinga verði lagfært þannig að atburðir liðinna missera endurtaki sig ekki þegar næsta illvíga flensa ríður yfir. Mikilvægt er að vinnu við athugunina verði hraðað því næsta sótt nálgast óðfluga ef marka má þá sem best til þekkja.


Atlaga ESB að málfrelsinu

Hafi notendur X velkst í vafa um mikilvægi kaupa Elon Musk á Twitter fyrir óhefta og upplýsta umræðu um málefni og fréttir líðandi stundar er sá vafi ekki lengur fyrir hendi. Hvernig meginstraumsmiðlar, eins og CNN sem dæmi, færðu almenningi villandi og á stundum rangar fréttir af banatilræði við fyrrverandi forseta Bandaríkjanna staðfesti þýðingu X sem milliliðalauss miðils óritskoðaðra og ómatreiddra frétta. Sjaldan hefur almenningur séð svart á hvítu hversu langt hefðbundnu fréttamiðlarnir hefur hrakið af leið. Að fylgjast með hvernig stóru innlendu miðlarnir létu matreiðast af villandi fréttum erlendu miðlanna var dapurt að verða vitni að.

Því er þetta skrifað að frásagnir X af banatilræðinu staðfesta mikilvægi miðilsins á fleiri sviðum en að færa almenningi fréttir af atburðum líðandi stundar. Þannig má ganga að því vísu að ef Twitter hefði ekki skipt um eigendur væri almenningur að mestu grunlaus um skaðsemi Covid mRNA bóluefnanna utan þess sem hann hefði orðið var við á eigin heilsu eða í nánasta umhverfi fjölskyldu, vina og samstarfsmanna. Fréttir af átökum stríðandi fylkinga væri einsleitur og þannig má áfram telja. Þar sem Elon Musk fer ekki að óskum stjórnenda Evrópusambandsins um ritskoðun á miðlinum, líkt og eigandi Facebook virðist hafa samþykkt að gera, höfðaði sambandið mál á hendur X í síðustu viku með það að markmiði að gera rekstur fyrirtækisins sem erfiðastan eða jafnvel útlægan í Evrópu. Vonandi tekst eigandanum að hrinda atlögu stjórnenda ESB að málfrelsinu.CNN um EU gegn X


Keyra á breyttar reglur og nýjan faraldurssáttmála WHO í gegn fyrir áramót

Fundaráætlun WHO (Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar) ber með sér að eigendurnir (Bill Gates og fl.) eru hvergi nærri af baki dottnir með áform um breyttar reglur stofnunarinnar (IHR) og nýjan faraldurssáttmála enda tókst þeim ekki að fá samþykki fyrir nema hluta þeirra breytinga sem hugur þeirra stóð til á ársfundinum fyrr í sumar. Í klippunni er upptalning þýðingarmikilla breytinga sem ekki fengu brautargengi vegna harðrar andstöðu hóps þjóða. Barátta landa sem koma vilja í veg fyrir framsal faraldursákvarðana til WHO, sem fámennur hópur fjármagnseigenda stjórnar, mun því halda áfram á næstu mánuðum.

Eigendur WHO leggja ofuráherslu á að klára breytingarnar fyrir hugsanleg forsetaskipti í Bandaríkjunum. Afstaða Íslands til breytinganna á reglum stofnunarinnar og nýs faraldurssáttmála sem voru á dagskrá ársfundar WHO fyrr í sumar hefur ekki verið látin uppi hérlendis svo vitað sé.WHO breytingar sem ekki nadustWHO fundir faraldurssattm


Forstjóri CDC segir mRNA bóluefnin eitruð (toxic)

Robert Redfield, sem gengdi stöðu forstjóri CDC (Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna) þegar Covid-19 bóluefnin voru samþykkt til notkunar, staðfesti í vitnisburði fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hætturnar á alvarlegum aukaverkunum mRNA bóluefnanna. Gekk hann svo langt að nota orðið „toxic“ (eitrað) í máli sínu. Jafnframt taldi hann að stærstu mistökin hefðu falist í að skylda einstaklinga í tengslum við störf eða nám til að taka bóluefnið. „Það hefði aldrei átt að gera bóluefnin að skyldu.“ Redfield viðurkenndi að gaddapróteinið sem myndast fyrir tilstuðlan mRNA efnanna virki sem eitur fyrir líkamann sem leiði til sterkra ónæmisviðbragða. Sem læknir sagðist hann aldrei nota mRNA efnin á eigin læknastofu.

Á fundi þingnefndarinnar var m.a. komið inn á tilraunir með SARS-CoV-2 veiruna og sagðist fyrrverandi forstjóri CDC þeirrar skoðunar að veirunni hefði verið sleppt af ásetningi af rannsóknarstofunni. Frásögn af fundi þingnefndarinnar er í hlekknum.Forstjori CDC um tilurd og leka SARS


Hvað skýrir 10,5% fjölgun bótaþega að afstöðnum faraldri?

Súluritið sýnir þróun fjölda einstaklinga á endurhæfingarlífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 2019. Greiðslunum er ætlað að tryggja einstaklingi, sem getur ekki sinnt störfum á vinnumarkaði vegna slyss eða sjúkdóms, framfærslu meðan á endurhæfingu stendur. Til þess að eiga rétt á á endurhæfingarlífeyri þarf einstaklingurinn að vera í virkri starfsendurhæfingu og þar að auki að hafa tæmt veikindarétt hjá vinnuveitanda og fullnýtt bótarétt úr sjúkrasjóði stéttarfélags.

Covid-19 gekk nærri starfsþreki fjölda einstaklinga á fyrstu misserum flensunnar. Að ekki dragi úr fjölda þeirra sem eiga við veikindi að stríða þegar komið er fram á árið 2023 vekur spurningar. Hvernig má það vera að bótaþegum endurhæfingarlífeyris hjá TR fjölgi um 10,5% á milli áranna 2022 og 2023? Rétt er í þessu samhengi að minna á að hið tiltölulega meinlausa ómíkrón afbrigði Covid-19 tók yfir í ársbyrjun 2022 og næstum allir áttu að vera komnir með ónæmi, náttúrulegt eða ónæmi í framhaldi bólusetningar gegn sjúkdómnum. Þessi þróun er uggvænleg og kallar á skýringar.

Að benda á þrengdar úthlutunarreglur sjúkrasjóða stéttarfélaga vegna yfirvofandi sjóðþurrðar nægir ekki í þessu samhengi. Ljóst er að eitthvað mikið er að sem skekur fjárhagslegar undirstöður fjölmargra sjúkrasjóða verkalýðsfélaganna samfara mikilli fjölgun bótaþega TR.

Tímabært er, og þó fyrr hefði verið, að ráðherra heilbrigðismála dragi höfuðið upp úr sandinum og eigi hreinskilið samtal við stjórnendur embættis landlæknis þar sem skaðinn á heilsu landsmanna af völdum mRNA covid bóluefnanna verði viðurkenndur og viðbrögð yfirvalda byggi á þeirri staðreynd. Von ráðherrans og hans helstu trúnaðarmanna í stjórnsýslu heilbrigðismála um að skaðinn af völdum mRNA efnanna myndi fljótlega hverfa og gleymast er ekki að gerast. Ráðherranum til ævarandi minnkunar er að taka strútinn á umsóknir þeirra fjölmörgu bóluefnaskaðaðra sem reynt hafa að sækja bætur samkvæmt nýlegri lagasetningu.Fjöldi einstaklinga á endurhæfingarlífeyri


Er forsetinn bóluefnaskaðaður?

Hvernig andlegu atgervi Bidens forseta Bandaríkjanna hefur farið aftur á síðustu misserum hefur ekki leynt sér. Vísbendingarnar um hnignandi heilsu má greina þegar myndbönd frá aðdraganda forsetakosninganna 2020 eru borin saman við myndbönd frá þessu ári. Í klippunni tjáir læknir sig um heilsufar Bidens forseta úr fjarlægð og rökstyður hvers vegna hugsanlegur skaði af völdum mRNA Covid bóluefnanna kunni að hafa hraðað heilsubresti forsetans. Telur hann einsýnt að Hvíta húsið upplýsi hvenær forsetinn þáði bólusetningar gegn Covid, hvaða tegund af bóluefni og fjölda bólusetninga. Jafnframt telur hann að læknum forsetans beri að tilkynna bóluefnaskaðann inn í VAERS gagnagrunn Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC) sem geymir upplýsingar um skaða sem talin eru af völdum bóluefna.Biden boluefnaskadadur


Árafjöldinn sem covid mRNA sprautan kann að hafa kostað

Fuglaflensan er á næsta leiti. Sóttvarnalæknir er búinn að tryggja embætti landlæknis lítt reynt bóluefni gegn einhverju margra afbrigða veirunnar sem valda flensunni. Hvað sem segja má um árangur landlæknis og sóttvarnalæknis við sóttvarnir verður þeim seint núið um nasir að þær standi ekki bóluefnavaktina af árvekni með dyggum stuðningi heilbrigðisráðherra.

Greint var frá ritrýndri rannsókn frá Ítalíu sem sýndi 37% lækkun lífslíkna. Hvað þýðingu hefur lækkun lífslíkna um einhver prósent fyrir okkur sem þáðum mRNA bólusetningu gegn Covid? Aðra en þá að við mætum sennilega skapara okkar einhverjum árum fyrr en óbólusetti einstaklingurinn við hliðina á okkur?

Taflan sýnir fækkun áranna sem ólifuð eru vegna ákvörðunar um að þiggja sprautuna gegn covid. Mikilvægt er að lesandinn sé meðvitaður um að taflan sýnir hóflegri afleiðingar mRNA bólusetningar við Covid á ólifaða meðalævi en niðurstöður ítölsku rannsóknarinnar. Þrátt fyrir að útreikningurinn byggi á upplýsingum CDC Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, hverra tölur sýna dánarlíkur af öllum orsökum vaxa um 7% með hverri mRNA sprautu, eru lesendur eru hvattir til að taka tölum í töflunni með miklum fyrirvara þar sem um mjög grófa nálgun er að ræða.Stytting i arum eftir fjolda sprautnaCDC all cause mortality data 7% per jab


Lífslíkur mRNA bólusettra lækka um 37%

Niðurstöður ritrýndrar rannsóknar þar sem bornar voru saman dánarlíkur bólusettra og óbólusettra í fjölmennu ítölsku héraði og birt var í svissneska ritinu MDPI sýna verulega lægri lífslíkur þeirra sem þáðu bólusetningu með Covid mRNA efnunum. Niðurstöður rannsóknarinnar hafi valdið miklum titringi innan vísindasamfélagsins. Rannsóknin hefur staðfest réttmæti varnaðarorða sérfræðinga sem ráðlagt hafa stöðvun á notkun mRNA efnanna.

Ýtarleg yfirferð á niðurstöðum rannsóknarinnar staðfestir að einstaklingar sem þáðu frumbólusetninguna (tvær sprautur) af mRNA efnunum hafi 37% minni lífslíkur en þeir sem létu ekki bólusetja sig reiknað yfir tímann sem liðinn er frá sprautu. Reynist þetta ástand viðvarandi, eins og margir sérfræðingar óttast, eru niðurstöðurnar að vonum jákvæð tíðindi fyrir lífeyriskerfi margra landa sem sjá að óbreyttu fram á mikla erfiðleika við að fjármagna lífeyrisskuldbindingar framtíðar.

Meðal niðurstaðna ritrýndrar rannsóknarinnar er að örvunarsprauturnar hafi sýnt takmarkaða gagnsemi. Frásögn af niðurstöðum rannsóknarinnar er að finna á vef Slay News.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband