Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2024
24.2.2024 | 16:44
Enginn verður spurður hvort hann vill þiggja næstu kynslóð RNA bóluefna
Verið er að þróa nýja tegund bóluefna þar sem RNA myndi taka sem far með vírusum og smitast milli manna án þeirrar vitundar eða vilja. Þetta er ekki vísindaskáldsaga. Lögum var breytt í Bandaríkjunum á síðasta ári til að ryðja brautina fyrir þessa nýju gerð bóluefna. Tvö fyrirtæki hafa þegið milljónir dollara til þróunar bóluefnanna frá alríkisstjórninni. Rannsókn sem lofar góðu var gerð á hömstrum með covid veirunni (SARS-CoV-2). Á undirbúningsstigi er fyrsta fasa klínísk rannsókn á mönnum.
Mikill áhugi er á þessari nýju tækni bóluefna hjá stjórnvöldum og hernum vestra. Meðal þess sem bóluefninu er talið til tekna er að viðhorf almennings til efnanna og hvort einstaklingur hefur hug á að þiggja efnið eða hafna því kemur ekki til með að skipta máli. Um það fær hann engu ráðið. Telji stjórnvöld (eða WHO eftir breytingar á reglugerð og tilkomu faraldurssáttmálans sem færir ákvörðun um sóttvarnir frá þjóðunum til stofnunarinnar) ástæðu til að bólusetja almenning þá mun það ganga eftir óháð viðhorfum einstaklinga til bóluefna eða vilja þeirra til að þiggja efnin.
Að fenginni reynslu með mRNA bóluefnin kann einhver að spyrja; Hvað getur farið úrskeiðis?
24.2.2024 | 10:59
Mikilvægt að foreldrar hafi á sér andvara gagnvart einhverfu
Rannsóknir staðfesta að snemmgreining barna með röskun á einhverfurófi (ASD autism spectrum disorder) ásamt viðeigandi meðferð sé mikilvægasta markmiðið á sviði einhverfu. Þrátt fyrir vaxandi þekkingu virðist enn vera töf á greiningu ASD hjá mörgum börnum sem dregur úr gagnsemi meðferðar.
Talið er að einhverfa skýrist að mestu út frá erfðum. Því kemur mjög á óvart þegar rannsókn leiðir í ljós að meðal afkvæma rotta sem sprautaðar voru með covid mRNA efnunum á meðgöngu greindust einkenni einhverfu. Augljóslega eru rottur ekki menn og útilokað að gefa sér að efnið valdi hliðstæðum skaða hjá mannfólkinu og rottum.
Þar sem fyrstu börnin, eftir að farið var að nota covid mRNA bóluefnin, komu í heiminn um og upp úr áramótunum 2021/2022 er mikilvægt með tilliti til niðurstaðna rannsóknarinnar að foreldrar barna sem fæðst hafa mæðrum sem voru covid bólusettar á meðgöngu hafi á sér andvara nú þegar börnin eru að verða tveggja ára gagnvart hugsanlegri röskun á einhverfurófi. Mikilvægt er að hafa í huga að klínískar rannsóknir á áhrifum covid mRNA bóluefnanna á verðandi mæður og afkvæmi áttu sér ekki stað eða í mjög takmörkuðum mæli áður en neyðarheimild var veitt til notkunar efnanna.
Áður en neyðarleyfi fyrir mRNA efni Pfizer var gefið út eftir einungis 7 mánaða klínískt rannsóknarferli hafði ekkert bóluefni fengið leyfi sem ekki hafði undirgengist að minnsta kosti 4 ára ferli. Fyrir daga covid bóluefnanna hafði tímalengd þriðja fasa klínískra rannsókna mælst að meðaltali 10 ár.
Fyrrverandi sóttvarnalæknir, Þórólfur Guðnason, gerði engan fyrirvara þegar hann hélt nær óreyndum covid mRNA bóluefnunum að verðandi mæðrum sem og öðrum landsmönnum. Klippan er úr grein hans í Læknablaðinu frá 2018 þar sem hann fjallaði um Árangur og mikilvægi bólusetninga. Hér fara á eftir nokkur atriði úr grein Þórólfs:
- Fá lyf undirgangast eins viðamiklar og strangar rannsóknir hvað öryggi og árangur varðar og bóluefni.
- Áður en bóluefni eru tekin í notkun eru þau rannsökuð hjá mörg þúsund einstaklingum til að kanna árangur þeirra og öryggi.
- Rannsóknirnar geta misst af sjaldgæfum aukaverkunum og því er fylgst náið með hugsanlegum aukaverkunum bóluefnanna eftir að þau hafa verið tekin í almenna notkun.
- Með þessu móti er hægt að finna mjög sjaldgæfar aukaverkanir og endurmeta notkun bóluefnanna.
Með vísan til ummæla Þórólfs um hugsanlegt endurmat á notkun bóluefna með tilliti til aukaverkana sem fram koma eftir að bóluefni hafa verið tekin í notkun er með öllu óskiljanlegt að notkun mRNA efnanna skuli ekki hafa verið endurmetin þegar fyrir liggja þúsundir rannsókna sem staðfesta skaðsemi efnanna að ekki sé minnst á þá hundruði landsmanna sem hlotið hafa ótímabæran dauðdaga fyrir tilverknað efnanna.
23.2.2024 | 15:52
Almenningur í austur Evrópu feti framar
Eins og taflan sýnir var áhugi eldri borgara í austur Evrópu á vetrarbólusetningu gegn Covid-19 hverfandi meðan 25% til 45% eldri borgara á Íslandi þáði bóluefnið. Því er forvitnilegt að skoða hvort lítil þátttaka í bólusetningum fyrrum austantjalds landa í vetur hafi verðlaunast með lægra hlutfalli umframdauðsfalla á síðustu vikum ársins en á Íslandi.
Línuritið, sem er af vef World in Data, sýnir þróun umframdauðsfalla í Ungverjalandi, Slóveníu og Slóvakíu ásamt Íslandi á árinu 2023. WID notast við meðaltal áranna 2015 til 2019 við útreikninginn og tekur ekki tillit til mannfjöldaþróunar. Umframdauðsföllin á Íslandi í desember dugðu til Evrópumets.
Engum blöðum er um það að fletta að dugnaður embættis landlæknis við að halda mRNA bóluefnunum að eldri borgurum skilaði sér í hærra hlutfalli umframdauðsfalla á Íslandi en hjá löndunum í austur Evrópu.
23.2.2024 | 10:22
Hverjir ráða/fjármagna WHO?
Óðum styttist í maí fund WHO þar sem væntanlegar breytingar á reglum WHO og innleiðing nýs faraldurssáttmála verður tekinn til afgreiðslu. Forstjóri stofnunarinnar, sem kemur frá Eþíópíu og hefur fortíð sem meðlimur hryðjuverkasamtaka þar í landi, tjáir sig víða um nýja faraldurssáttmálann og tekur fram að innleiðing hans muni ekki leiða til valdaframsals þjóða til WHO á sóttvarnaráðstöfunum. Fáir taka eftir að forstjórinn nefnir ekki fyrirhugaðar breytingar á reglum WHO. Það er skiljanlegt því það eru breytingarnar á reglunum sem leiða til fyrrgreinds framsals. Þrauthugsuð snilld hjá eigendum og ráðandi öflum WHO að keyra bæði plöggin samhliða og villa með því um fyrir stjórnmálamönnum og almenningi, þar með talið heilbrigðisráðherranum okkar, Willum Þór Þórssyni, sem fór með villandi framsögu forstjóra WHO í ræðustól alþingis fyrir áramót.
Eins og annars staðar í þessu lífi eru það fjármunirnir og eigendur þeirra sem ráða för. Þessu er ekkert öðru vísi farið hjá WHO. Klippur úr ársreikningi WHO 2022 sýna hverjir það eru sem raunverulega stjórna WHO. Það eru ekki aðildarþjóðirnar sem leggja WHO til 11% tekna sem ráða för. Frjáls framlög fjármagna WHO sem nemur 84% tekna. Bill Gates er með stærsta framlag einstaklinga í gegn um stofnun sína og fyrrverandi eiginkonu. Tekjur stofnunarinnar hafa hækkað um 50% frá 2018 og sú aukning skýrist ekki af auknum framlögum aðildarþjóða sem hafa staðið í stað eða lækkað.
Staðreyndin um fjármögnun WHO og hversu langt stofnunin hefur fjarlægst upphaflegan tilgang um að vera stofnun um heilbrigðismál í samstarfi alþjóðasamfélagsins ætti að vera ríkisstjórn og þingmönnum umhugsunarefni og kveikja aðvörunarljós.
22.2.2024 | 13:01
Áhætta 99 milljóna bólusettra metin
Birtar hafa verið niðurstöður óvenju stórrar rannsóknar sem fjármögnuð var af Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) sem náði til liðlega 99 milljóna covid bólusettra einstaklinga í 8 löndum, þ.e. Argentínu, Ástralíu, Kanada, Danmörku; Finnlandi, Frakklandi, Nýja Sjálandi og Skotlandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta áhættu bólusettra á að fá tilteknar tegundir valinna aukaverkana. Í klippunni má sjá helstu niðurstöður.
Athygli vekur hvernig áhættan á að fá tiltekna sjúkdóma eftir bólusetningu vex. Sér í lagi þegar horft er til augljósra annmarka rannsóknarinnar. Það dregur úr gildi niðurstaðna að gagnaöflun voru sett 42 daga takmörk frá bólusetningu þar sem vitað er að fjöldi aukaverkana kemur ekki fram fyrr en síðar. Þar á meðal krabbamein og hjartatengd atvik sem fjöldi ritrýndra rannsókna hefur staðfest að geta komið fram allt að tveimur árum eftir bólusetningu og hugsanlega síðar.
Það dregur einnig úr gildi rannsóknarinnar að rannsakendur greindu ekki og skoðuðu dauðsföll meðal þátttakenda sem orðið hafa í kjölfar bólusetninga með Covid mRNA efnunum. Reyndar eru hugsanleg dauðsföll af völdum bóluefna hvergi nefnd í rannsókninni. Hvers vegna ekki er minnst á dauðsföllin kemur ekki á óvart þegar horft er til þess að CDC fjármagnaði rannsóknina.
Að gögn um bólusetta í Bandaríkjunum og einhverjum löndum Asíu og Afríku voru ekki tekin með í rannsóknina þykir miður.
Þrátt fyrir ofangreinda stóra annmarka á rannsókninni telur Peter McCullough hjartalæknir niðurstöðurnar um skaða af völdum bóluefnanna það afgerandi að þær kalli á tafarlausa stöðvun á notkun mRNA bóluefnanna.
22.2.2024 | 07:40
Annus horribilis
Lengi mun verða horft til ársins 2022 sem annus horribilis í sögu Íslands því á árinu létust 2.693 landsmenn og fjölgaði dauðsföllum um 355 frá árinu á undan þegar 2.338 létust. Dánartíðni ársins 2022 hækkaði um 11,5% frá 2021 og reyndist hvergi hafa hækkað meira í Evrópu. Það gerðist á sama tíma og hlutfall umframdauðsfalla fór lækkandi í flestum öðrum löndum.
Mikil fjölgun látinna á árinu 2022 hefði átt að kalla á fjölgun læknisfræðilegra krufninga af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Sú reyndist ekki raunin eins og klippan úr töflu yfir krufningar og krufningatíðni á liðnum árum af vef embættis landlæknis sýnir. Læknisfræðilegar krufningar voru 30 að tölu á árinu 2022 samanborið við 29 á árinu 2019 sem var síðasta árið fyrir tilkomu Covid-19. Læknisfræðilegum krufningum fjölgaði því um eina, eða 3,4%, frá árinu 2019 á sama tíma og dauðsföllum hafði fjölgað um 18%. Krufningatíðni á milli áranna 2019 og 2022 dróst saman um 15%.
Dauðsföllum fjölgaði mikið á fyrstu mánuðum ársins 2022 samfara átaki vetrarins í örvunarbólusetningum. Látnum fjölgaði þrátt fyrir að omicron afbrigði veirunnar sem náði yfirhöndinni í byrjun árs 2022 væri talið vægt og því óhætt að aflétta sóttvarnaráðstöfunum í lok febrúar.
Tölur um fjölda krufninga 2022 eru til vitnis um takmarkaðan áhuga á að greina dánarorsakir að baki hins mikla fjölda dauðsfalla vetur og vor 2022. Ekki verður annað ráðið en að fáar krufningar tengist áformum um að dauðsföllin ætti að skrifa á reikning veirunnar. Krufningar hefðu gert áformin erfiðari í framkvæmd þar sem þær hefðu leitt í ljós að dauðsföllin mætti rekja til covid mRNA bóluefnanna.
21.2.2024 | 15:36
Tuðið um unga fólkið
21.2.2024 | 08:32
Martröð blóðþegans
Samfara vaxandi þekkingu á skaðsemi mRNA bóluefnanna fjölgar spurningum um skynsemi þess að greina ekki á milli bólusetts og óbólusetts blóðs í blóðbönkum. Rauði krossinn í Bandaríkjunum gerir þeim sem hyggjast gefa blóð að svara spurningum á netinu til að meta hvort viðkomandi uppfylli kröfur til blóðgjafar. Meðal þess sem spurt er um er hvort viðkomandi hafi EINHVERN TÍMA verið bólusettur með Covid-19 bóluefni. (sjá klippu) Sé svarið jákvætt er væntanlegum blóðgjafa gert að hringja í gjaldfrjálst símanúmer Rauða krossins til þess að hægt sé að kveða upp úr um hvort skilyrði til blóðgjafar séu uppfyllt.
Hver ætli sé skýringin á þvi að ekki er einfaldlega spurt framhaldsspurningar á spurningaforminu ef svarið við spurningunni um hvort menn hafi EINHVERN TÍMA verið bólusettir með Covid efni er jákvætt. Varstu sprautaður einhvern tíma á síðustu X mánuðum? Ef svarið er já. Því miður. Við getum ekki þegið þitt blóð. En endilega reyndu aftur þegar X mánuðir er liðnir frá bólusetningu. Þannig mætti spara væntanlegum blóðgjafa hringinguna. Það er ekki gert og ástæðan er augljós. Rauði krossinn tekur þátt í að verja ímynd Covid efnanna með því að X mánaða tíminn frá bólusetningu sé ekki á prenti. Að almenningur telji sem lengst og viti ekki annað en að blóð Covid bólusettra sé jafn hæft til blóðgjafar og blóð óbólusettra.
Virðist sem hagur óbólusettra fari hratt batnandi eftir að hafa verið litnir hornauga í samfélaginu á liðnum misserum. Ekki einungis búa þeir óbólusettu að betri heilsu en þeir bólusettu og eru líklegri að lifa lengur. Heldur muni blóð þeirra öðlast verðmæti þar sem ekki er ólíklegt að styttist í kröfur blóðþega og lækna fyrir þeirra hönd um óbólusett blóð.
Ekki er vitað til annars en að Blóðbankinn hér heima taki blóði Covid bólusettra fagnandi og blóðbirgðum sé ekki haldið aðgreindum eftir bólusetningarstatus.
Es: Óstaðfestur orðrómur er um að X standi fyrir 12 mánuði.
20.2.2024 | 13:28
Skyndidauði afreksmanna í íþróttum
Ekki verður ráðið af fréttinni hvernig bólusetningarstaða Andreas Brehme var. En skyndidauðsfall þessa frábæra knattspyrnumanns minnir á að um heim allan og oft í beinni útsendingu detta afreksmenn í íþróttum dauðir niður. Látast svonefndum skyndidauða. Keppst er við að halda því fram að um eðlileg dauðsföll sé að tefla. Hlekkurinn leiðir á skrá yfir 2.066 íþróttamenn með alvarlegan hjartaskaða, af þeim eru 1.446 látnir frá upphafi Covid bólusetninganna.
Hetja Þjóðverja lést í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2024 | 09:05
Heimsbyggðin afþakkar
Sóttvarnalæknir heldur áfram sem enginn sé morgundagurinn að halda covid mRNA bóluefninu að eldri borgurum. Tiltrú almennings víða um heim á gagnsemi efnanna hefur dvínað eins og línuritið frá Our World in Data ber með sér. Vaxandi meðvitund um skaðsemi efnanna hefur þar ugglaust áhrif.
Þrátt fyrir að mjög hafi dregið úr áhuga eldri borgara á Íslandi á bólusetningum gegn covid, þar sem innan við helmingur 60 ára og eldri þáðu bólusetningu vetrarins, dugði það ekki til að forða Íslandi frá því að mælast með hæsta hlutfall umframdauðsfalla í Evrópu í desember s.l. samkvæmt útreikningum Eurostat eða 25,2%. Samkvæmt landlækni reyndust umframdauðsföllin í desember vera 11,2%. (ekki er tekið tillit til mannfjöldaþróunar hjá Eurostat)
Kjarni málsins er sá að engu breytir hvort horft er á tölur landlæknis eða Eurostat. Að baki báðum tölum er sami fjöldi einstaklinga sem hlotið hafa ótímabæran dauðdaga fyrir tilverknað mRNA bóluefnanna.