Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2024

Ekkert lát á ótímabærum dauðsföllum á Íslandi

Hafi einhver staðið í þeirri trú að draga færi úr umframdauðsföllum landsmanna gerði landlæknir þær vonir að engu þegar embættið birti tölur yfir fjölda látinna í janúar s.l. Hlutfall umframdauðsfalla hélst áfram hátt og reiknaðist landlækni til að það næmi 11,6% í hlutfalli við viðmiðunarárin 2016 til 2019. 

Þessi mikli fjöldi ótímabærra dauðsfalla kemur ekki á óvart þegar horft er til þess að sóttvarnarlæknir hélt covid mRNA bóluefnunum fast að 60 ára og eldri (auk barnshafandi) frá miðjum október. Að umframdauðsföllin hafi ekki orðið fleiri ber að þakka eldri borgurum sem höfðu vit fyrir embætti landlæknis að þessu sinni. Rúmur meirihluti þeirra afþökkuðu covid örvunarsprautu vetrarins.

Ljóst er að trúnaðarbrestur hefur orðið milli embættis landlæknis og almennings í landinu þegar bóluefnin eru annars vegar. Skyldi engan undra þegar haft er í huga að birtar hafa verið niðurstöður þúsunda rannsókna sem staðfesta skaðsemi mRNA bóluefnanna. Niðurstöður sem engu virðist breyta hjá heilbrigðisyfirvöldum sem halda áfram að covid sprauta þá sem enn treysta stjórnvöldum.

Þeir sem þiggja sprautuna virðast ekki hafa frétt af rannsóknarniðurstöðum sem staðfesta að covid mRNA bóluefnið hindrar ekki smit og er í ofanálag þeim eiginleikum búið að eftir því sem bóluefnið er þegið oftar aukast líkurnar á að veikjast af covid. Það er sjúkdómnum sem efnið átti að koma í veg fyrir.

Umframdaudsfoll juli 23 jan 24 landl


Hrikalegar staðreyndir OECD skýrslu

Við lestur OECD skýrslunnar sem gerir samanburð á umframdauðsföllum aðildarlandanna fær Ísland hörmulegan vitnisburð.

  • Skýrslan staðfestir að Ísland var með aðra hæstu hækkun á dánartíðni meðal aðildarlanda OECD á árinu 2022 miðað við fyrra ár eða 11,5%. Í flestum löndum lækkaði dánartíðnin milli áranna 2021 og 2022.
  • Skýrslan staðfestir að dauðsföllum fjölgaði hlutfallslega mest á Íslandi í hópi 44 ára og yngri milli áranna 2020 og 2022 eða um tæp 10%. Hvergi annars staðar í Evrópu en í Póllandi fjölgaði látnum meira í yngsta aldurshópnum. Meðal landa í könnuninni fjölgaði dauðsföllum hlutfallslega mest í elsta aldurshópnum.

Stjórnendur heilbrigðismála fá því falleinkunn á sviði sóttvarna í samanburði OECD. Eftir að hagfræðingarnir skiluðu af sér skýrslunni hefur komið i ljós að Hagstofa Íslands hefur ofmetið fjölda landsmanna á liðnum árum. Hefðu hagfræðingar OECD haft réttar tölur við útreikningana hefðu tölur um íslensku dánartíðnina hækkað. Ísland hefði því komið verr út í samanburðinum en grein okkar Helga lýsir.IMG_0560


Af glúrnum fjárfestum

Breskur þingmaður hefur óskað eftir fundi með yfirmanni lögreglunnar í London þar sem þingmaðurinn hyggst með aðstoð sérfræðinga sýna fram á að saknæmt athæfi hafi átt sér stað innan stjórnkerfisins í tengslum við Covid-19 ráðstafanir. Á fundinum verður lögreglunni m.a. gerð grein fyrir hvernig þingmönnum voru vísvitandi veittar misvísandi upplýsingar um samninga um kaup á bóluefnum af lyfjaframleiðendum. Athyglin kann að beinast að fjárfestingu breska forsætisráðherrans Rishi Sunak í lyfjaframleiðandanum Moderna sem er tilkomin fyrir tíma covid bóluefnanna. Þá fylgdist þingmaðurinn Sunak með stórum fjárfestingarákvörðunum í tengslum við eigin verðbréfaeign. Til þessa hefur forsætisráðherrann verið ófáanlegur til að fjalla um fjárfestinguna. Verðbréfaeign forsætisráðherrans var síðar sett í fjárvörslu þar sem ákvarðanir um einstakar fjárfestingar eiga sér stað án vitundar ráðherrans. (blind trust).

Forsætisráðherrann eignaðist hlutinn í Moderna þegar hluturinn kostaði $21. Verðið fór hæst í $497 í sept. 2021. Lokaviðskipti gærdagsins voru á $98. Hvort og þá hvenær hlutur forsætisráðherrans í Moderna, sem er einn lyfjaframleiðanda sem seldi stjórnvöldum bóluefni, hefur vaxið eða minnkað á eignarhaldstímanum kann að vekja spurningar.

Check price of MRNA 

Það eru fleiri en Bill Gates í hópi glúrinna fjárfesta. Hann virtist sjá atburði fyrir þegar hann stóð fyrir faraldursráðstefnu með WHO sem nefndist 201 nokkrum vikum fyrir Covid-19 og fjárfesti í BioNTech framleiðanda mRNA Pfizer bóluefnisins á svipuðum tíma. Gates seldi hlutabréfin með $242m hagnaði og snéri því næst við blaðinu og hóf eftir söluna að gagnrýna bóluefnin sem hann hafði til þess tíma lofað.

Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríska þingsins, hefur löngum verið talin með glúrnari fjárfestum. Svo farsælar þóttu ákvarðanir hennar í verðbréfaviðskiptum að stofnaðir voru verðbréfasjóðir til að spegla verðbréfaviðskipti þingmannsins. Dvínandi áhrif hennar innan þingsins virðast af einhverjum ástæðum hafa komið niður á hæfileika hennar sem fjárfestis. Þrátt fyrir að á móti hafi blásið síðustu misserin nema eignir hennar á annað hundruð milljónum dollara og því ljóst að þingfararkaupið hefur ávaxtast vel á þingferli Pelosi og þó sérstaklega eftir að hún varð leiðtogi demókrata í deildinni og hafði í þeirri stöðu góða yfirsýn yfir fyrirhugaðar breytingar á lagaumgjörð atvinnulífsins.Sunak 1Sunak 2




Landlækni reiknaðist til að hlutfall umframdauðsfalla hefði numið 40,6%

Í grein okkar Helga Arnars Viggóssonar í Bændablaðinu fjöllum við m.a. um vandræðagang embættis landlæknis við að gera grein fyrir 40,6% hlutfalli umframdauðsfalla mars mánaðar 2022 þegar vægt ómíkrón afbrigði veirunnar var að mestu gengið yfir og óhætt hafði verið talið að aflétta sóttvarnarráðstöfunum 25. febrúar.IMG_4193


Krabbamein er víðar í vexti en á Íslandi

Singapore er meðal þeirra landa þar sem hlutfall mRNA bólusettra landsmanna er hvað hæst. Ekki er grunlaust um að þessi mikli bólusetningarárangur þarlendra heilbrigðisyfirvalda eigi þátt í að Singapore mældist með hvað hæsta hlutfall umframdauðsfalla á heimsvísu samkvæmt OECD á Q3 2023. Afleiðingar bólusetninganna má sjá í meðfylgjandi töflu sem sýnir vöxt í ávísun krabbameinslyfja í Singapore á milli áranna 2021 og 2022.Voxtur krabbameinslyfja Singapore

Ávísun krabbameinslyfja í áður óþekktum mæli er ekki bundin við Singapore. Helsana, sem er leiðandi fyrirtæki í Swiss á sviði sjúkratrygginga, gefur árlega út ítarlega skýrslu í samstarfi við þarlenda háskóla um lyfjanotkun og kostnað landsmanna. Skýrslan fyrir árið 2022 sýnir hvernig fjöldi einstaklinga á krabbameinslyfjum rúmlega tvöfaldast á milli áranna 2021 og 2022.Throun fjolda krabbameinssjuklinga Sviss


94% látinna koma úr hópi þeirra 70% sem þáðu bóluefnið

Skelfilegar afleiðingar bólusetningarstefnu stjórnvalda í UK eru að koma upp á yfirborðið. Samkvæmt tölum stjórnvalda fyrir tímabilið 1. júlí 2021 til 30. maí 2023 reyndust 94% látinna bólusettir gegn covid. 6% dauðsfallanna á tæpum tveimur árum er úr hópi óbólusettra en 30% landsmanna hafa ekki þegið covid sprautu. Dauðsföllin eru flest meðal þeirra sem hafa þegið 4 bólusetningar.

Ekki er að undra að stjórnendur heilbrigðismála hér á landi víki sér undan að svara þegar fyrirspurnum er beint til þeirra um bólusetningarstöðu látinna Íslendinga. Ef íslensku tölurnar eru eitthvað í áttina að bresku tölunum er óverjandi með öllu að stjórnendurnir hafi haldið bóluefnunum að eldri borgurum í vetur.IMG_0553

IMG_0554


Tölur dánarmeinaskrár landlæknis styðja kröfuna um umboðsmann sjúkra

Hafi verið þörf á umboðsmanni sjúkra undirstrikar dánarmeinaskrá landlæknis fyrir árið 2022 þörfina. Höfum hugfast að dánarmeinaskráin er einungis toppurinn á ísjakanum. Undir tölunum um andlát af völdum sjúkdóma eru fjöldi einstaklinga sem berjast við sín veikindi innan og utan stofnana. 

Dánarmeinaskrá landlæknis fyrir árið 2022 upplýsti landsmenn um að dauðsföllum af völdum illkynja krabbameinsæxla fjölgaði um 9% á árinu 2022. Illkynja æxli í blöðruhálskirtli dró 21% fleiri til dauða en á fyrra ári, eitilæxli 17%, mergæxli 40%, æxli í brisi 23% og dauðsföllum af völdum hvítblæðis fjölgaði um 33% frá fyrra ári.Umbodsm krabbameinssj mbl


mbl.is Telja mjög brýnt að fá umboðsmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera vitur eftirá

Þegar mannanna gjörðir eru skoðaðar í baksýnisspeglinum heyrist oft með réttu setningin; það er alltaf auðvelt að vera vitur eftirá. En kynni lesandinn sér hlekkjaða rannsóknargrein úr European Journal of Epidemiology frá 30.9.2021 liggur í augum uppi að þegar í byrjun vetrar 2021, eða á fyrstu mánuðum covid bólusetninganna, var embætti landlæknis ljóst að bóluefnin voru ekki að virka sem smitvörn. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að útbreiðsla Covid-19 var óháð bólusetningarþekju í 68 löndum og 2.947 sveitarfélögum í Bandaríkjunum. Á sama tíma og gagnsleysi bóluefnanna sem smitvarnar var að renna upp fyrir íslenskum heilbrigðisyfirvöldum höfðu Lyfjastofnun borist á þriðja tug tilkynninga um andlát í kjölfar bólusetningar.

Að vísa gagnrýni á embætti landlæknis á bug með orðunum – það er auðvelt að vera vitur eftirá – á t.a.m. ekki við þegar gagnrýnt er hvernig örvunarbóluefni vetrarins var haldið að eldri borgurum nú síðast í október 2023. Það er dómgreindarleysi á háu stigi að halda áfram að bólusetja með covid mRNA bóluefni sem ítrekað hefur verið sýnt fram á að virkar ekki sem smitvörn og sem hefur þann eiginleika að eftir því sem það er þegið oftar þá eykur það líkur þess bólusetta á að veikjast af sóttinni sem bóluefninu er ætlað að koma í veg fyrir.

Íslenskur almenningur á betra skilið en að í helstu trúnaðarstöðum heilbrigðiskerfisins sitji einstaklingar sem taka ekki tillit til niðurstaðna fjölda rannsóknargreina sem sýna með óyggjandi hætti fram á skaðsemi bóluefnanna. Það dró úr skaðanum í október að eldri borgarar höfðu vit fyrir embætti landlæknis með því að meirihluti þeirra afþakkaði mRNA bóluefnið.European Journal of Epi utbreidsla covid 21

Lyfjastofnun tilkynningar um andlát smækkuð


Fjöldi foreldra sem eru mótfallin bólusetningu barna sinna fjórfaldast

Kanadísk skoðanakönnun sýnir að andstaða við skyldubólusetningu barna hefur vaxið frá árinu 2019 úr 24% í 38%. Fjöldi þeirra foreldra sem eru mótfallnir bólusetningu barna sinna hefur fjórfaldast frá 2019 úr 4% í 17% 2024.

Könnunin leiðir í ljós að 29% foreldra hefur efasemdir um gagnsemi bóluefna sem smitvarnar og 34% hafa áhyggjur af alvarlegum aukaverkunum. Hlutfall foreldra sem telja að bólusetningar eigi að vera skylda hefur lækkað úr 70% 2019 í 55% 2024.

Það er mat framkvæmdaaðila könnunarinnar að vaxandi vantrúar gæti meðal almennings í Kanada eftir Covid-19 faraldurinn á gagnsemi bóluefna og þá sérstaklega meðal foreldra barna undir 18 ára aldri.IMG_4175


Hristu af þér slenið og taktu frumkvæðið heilbrigðisráðherra

Einungis tímaspursmál er hvenær þagnarmúrinn um skaðsemi bóluefnanna brestur. Þunginn í umræðunni vex með hverjum deginum á Bretlandseyjum sem sést af sinnaskiptum ritstjórnar The Telegraph sem birtir hverja greinina á fætur annarri um efasemdir í garð bóluefnanna. Hér er tækifæri fyrir ríkisstjórnina að taka af skarið og láta skoða gögnin sem öll eru til staðar hér á landi. Leiða hið rétta í ljós þannig að af megi læra. Næsti manngerði faraldur er handan hornsins og því engan tíma að missa.

Hér er ítrekuð áskorun til heilbrigðisráðherra úr níu mánaða gamalli blaðagrein, studd línuriti (klippa), sem leiddi sterkar líkur að orsakasambandi bólusetninga með mRNA efnunum og umframdánartíðni sem fylgdu sem skugginn í kjölfarið:

Hér með skora ég á heilbrigðisráðherra að taka af allan vafa um hugsanlega skaðsemi Covid bóluefnanna. Það getur ráðherrann gert með því að láta taka saman gögn og greina tölfræðilega um Íslendinga sem þegið hafa bólusetningar og á hvaða dögum. Bera þær saman við gögn um látna bólusetta einstaklinga og upplýsingar um bólusetta sem leitað hafa til heilbrigðisstofnana í kjölfar bólusetninga. Samanburður yrði gerður við gögn með hliðstæðum upplýsingum um þá einstaklinga sem ekki létu bólusetja sig. Gagnavinnslu af þessum toga er auðveldlega hægt að framkvæma með ópersónugreinanlegum hætti þannig að skilyrði Persónuverndar séu uppfyllt. Gögnin úr athuguninni yrðu gerð aðgengileg áhugasömum til greiningar.

Umframdaudsfoll og bolusetningar 21 og 22 blogg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband